Staðsetning
Opni háskólinn í HR hefur aðsetur á 2. hæð í Mars álmu Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík). Sjá staðsetningu á korti.
Afgreiðslutími
- Skrifstofa Opna háskólans er opin kl. 8:30 -16:30 alla virka daga.
- Símasvörun er alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30. Síminn er 599 6300
- Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið opnihaskolinn@hr.is
Greiðsluskilmálar
Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila. Viðskiptavinir hafa 14 daga frá skráningu til að afskrá sig af námskeiði og eiga þá rétt á fullri endurgreiðslu. Ef viðskiptavinur afskráir sig eftir að námskeið er hafið getur Opni háskólinn í HR krafist þess að halda eftir hlutagreiðslu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. neytendalaga nr. 16/2016.
Allar afskráningar verða að berast skriflega til Opna háskólans í HR á netfangið
opnihaskolinn@hr.is eða til verkefnastjóra námskeiða til þess að vera teknar gildar.
Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt áður en námskeið hefst. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka viðkomandi. Hægt er jafnframt að greiða með greiðslukorti í gegnum vefverslun Opna háskólans í HR.
Opni háskólinn í HR áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.