Um okkur

Fagmennska, kraftur og gleði.

Nemendur

Atvinnulífið í dag krefst þess að starfsmenn séu stöðugt að bæta færni sína og auka við þekkinguna. Opni háskólinn í HR býður sérfræðingum og stjórnendum símenntun og endurmenntun sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum. Eins vinnur Opni háskólinn með fyrirtækjum og stofnunum sem óska eftir heildarlausnum í fræðslumálum.

Í Opna háskólanum skapast því fjölbreytt fræðsluumhverfi þar sem nemendur stækka tengslanetið, læra af færum sérfræðingum og af reynslu hvers annars.

Bæklingur Opna Háskólans 2019


Fagmennska, kraftur og gleði eru einkunnarorð Opna háskólans.

Sækja um


Aðstaðan

Leiðbeinendur

eru reynslumikilir sérfræðingar

Aðgengi

að kennurum er mjög gott

Opni háskólinn

er í Háskólanum í Reykjavík

Áhersla

er lögð á hagnýta þekkingu

Nemendur

gefa námskeiðum góða einkunn

Aðstaðan

er til fyrirmyndar

Námið

er hagnýtt og lærdómsríkt

Staðsetning

Opni háskólinn í HR hefur aðsetur á 2. hæð í Mars álmu Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík). Sjá staðsetningu á korti.

Afgreiðslutími

  • Skrifstofa Opna háskólans er opin kl. 8:30 -16:30 alla virka daga.
  • Símasvörun er alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30. Síminn er 599 6300
  • Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið opnihaskolinn@hr.is

Greiðsluskilmálar

Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila. Viðskiptavinir hafa 14 daga frá skráningu til að afskrá sig af námskeiði og eiga þá rétt á fullri endurgreiðslu. Ef viðskiptavinur afskráir sig eftir að námskeið er hafið getur Opni háskólinn í HR krafist þess að halda eftir hlutagreiðslu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. neytendalaga nr. 16/2016.

Allar afskráningar verða að berast skriflega til Opna háskólans í HR á netfangið opnihaskolinn@hr.is eða til verkefnastjóra námskeiða til þess að vera teknar gildar.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt áður en námskeið hefst. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka viðkomandi. Hægt er jafnframt að greiða með greiðslukorti í gegnum vefverslun Opna háskólans í HR.

Opni háskólinn í HR áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.

Heimilisfang

  • Opni háskólinn í HR
  • Menntavegi 1
  • 101 Reykjavik

Umsagnir

PMD stjórnendanám

"Námið hefur nýst mér vel í starfi þar sem ég hef miklu betri innsýn í rekstur fyrirtækja og er miklu betur undirbúinn til að takast á við ný verkefni og breytingar með mínu starfsfólki."

Sigurjón Ingi Garðarsson, hópstjóri í hugbúnaðardeild Valitor

 

Markþjálfun (Executive Coaching)

„Námið hefur nýst mér gríðarlega vel í starfi og gefið mér ný tæki á sviði mannauðsmála og aukin úrræði varðandi stjórnendaráðgjöf. Í kjölfar námsins höfum við sett upp innri markþjálfun hjá Marel sem er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í að móta. Kennararnir Hilary og Cheryl eru fagmenn fram í fingurgóma og ferlið og annað í kringum námið er fullkomið. Við nemendurnir ræddum oft eftir tíma hvað við þroskuðumst mikið á hverjum degi og urðum sterkari.“

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Marel

 

Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

„Námið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt ásamt því að vera vel tengt við atvinnulífið og maður stækkar tengslanetið svo um munar. Það er mikið um heimsóknir í fyrirtæki og ferðir og í þeim fengum við enn meiri þekkingu á faginu. Námið hefur aukið þekkingu mína og fagmennsku.“

Karítas Ármann, móttöku- og verkefnastjóri Friðheima.

Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu

„Ég hef unnið lengi við hefðbundna markaðssetningu, prentmiðla og þess háttar og fannst ég þurfa að læra þessa hlið markaðssetningar. Námsefnið var allt mjög vel framsett og gestafyrirlesarar frábærir. Hermun var mikið notuð þar sem við gátum sett okkur í spor fyrirtækis og markaðssett vörur á netinu. Í náminu fékk ég svo sannarlega réttu verkfærin til að vinna með.“

Kristján Gíslason, sérfræðingur á markaðssviðið VÍS 

Sjá allar umsagnir