Um okkur

Fagmennska, kraftur og gleði.

Nemendur

Atvinnulífið í dag krefst þess að starfsmenn séu stöðugt að bæta færni sína og auka við þekkinguna. Opni háskólinn í HR býður sérfræðingum og stjórnendum símenntun og endurmenntun sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum. Eins vinnur Opni háskólinn með fyrirtækjum og stofnunum sem óska eftir heildarlausnum í fræðslumálum.

Í Opna háskólanum skapast því fjölbreytt fræðsluumhverfi þar sem nemendur stækka tengslanetið, læra af færum sérfræðingum og af reynslu hvers annars.


Fagmennska, kraftur og gleði eru einkunnarorð Opna háskólans.

Sækja um


Aðstaðan

Leiðbeinendur

eru reynslumikilir sérfræðingar

Aðgengi

að kennurum er mjög gott

Opni háskólinn

er í Háskólanum í Reykjavík

Áhersla

er lögð á hagnýta þekkingu

Nemendur

gefa námskeiðum góða einkunn

Aðstaðan

er til fyrirmyndar

Námið

er hagnýtt og lærdómsríkt

Staðsetning

Opni háskólinn í HR hefur aðsetur á 2. hæð í Mars álmu Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík). Sjá staðsetningu á korti.

Afgreiðslutími

 • Skrifstofa Opna háskólans er opin kl. 8:30 -16:30 alla virka daga.
 • Símasvörun er alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30. Síminn er 599 6300
 • Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið opnihaskolinn@hr.is

Heimilisfang

 • Opni háskólinn í HR
 • Menntavegi 1
 • 101 Reykjavik

Umsagnir

PMD stjórnendanám

"Eftir að hafa starfað sem stjórnandi í mörg ár fannst mér ég þurfa að endurnýja og hressa upp á þekkingu mína á ýmsum þáttum stjórnunar. Ég sá að PMD stjórnendanámið var mjög fjölbreytt og kennararnir áhugaverðir. Námið stóð undir væntingum mínum; það var mjög fræðandi og skemmtilegt og ýmsir þættir námsins eiga eftir að nýtast mér mjög vel bæði í starfi og persónulega. Námið eykur einnig víðsýni og gefur innsýn í nýja þekkingu og aðferðir sem ég mun klárlega nýta mér í mínu starfi."

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri VIRK

Markþjálfun (Executive Coaching)

„Markþjálfun veitir manni frábær og öflug verkfæri til þess að vinna með í starfi mannauðsstjórans. Starfið snýst að stórum hluta um samskipti við fjölbreytta og breiða hópa sem eru að fást við mismunandi áskoranir. Það er því gott að geta nýtt sér þessi verkfæri og þá þjálfun sem maður öðlast í náminu, sem er t.d. í samskiptum, sérstakri spurningatækni og virkri hlustun. Þetta nýtist svo ekki aðeins í vinnu, heldur líka almennt í lífinu sjálfu. Styrkleikar námsins eru fjölbreyttar og skemmtilegar kennsluaðferðir, mjög færir kennarar og síðast en ekki síst, frábær félagsskapur og tengslanet. Námið hefur nýst mér gríðarlega vel.“

Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Húsasmiðjunni.

Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

„Námið hefur gert mér kleift að horfa öðruvísi á hlutina, hjálpað til við að efla skapandi hugsun og dýpkað þá þekkingu sem ég hafði á hótel- og veitingahúsageiranum. Ég þurfti sífellt að finna leiðir til að vinna verkefnin betur og nýta tímann betur í hagnýta hluta námsins. Námið er því frábær stökkpallur fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin sem leiðtogar í þessu fagi, ekki síst vegna þess hversu alþjóðlegt það er.“

Jón Ómar Grétarsson, nemi í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri

Bókhald - grunnur

„Ég hef uppfært þekkingu mína á bókhaldi og fengið mikið af hagnýtum ráðum og upplýsingum sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“

Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis

Sjá allar umsagnir


Vinsæl námskeið

Jafningjastjórnun

 • Hefst: 20. nóvember, kl. 9.00 - 12.00
 • Lengd: 6 klst (2 x 3)
 • Verð: 52.000 kr.
 • Stutt námskeið
 • |
 • Skráning hafin

Öll námskeið