Sérsniðin fræðsla fyrir fyrirtæki og stofnanir

Opni háskólinn í HR starfar náið með akademískum deildum Háskólans í Reykjavík að því að þróa nám fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Stafrænar fræðslulausnir

Gagnvirk námskeið á netinu

Stafræn námskeið Opna háskólans í HR auka hæfni nemenda með gagnvirkri miðlun og hnitmiðaðri nálgun að kjarnaatriðum sem flestir kannast við í nútíma starfsumhverfi. Öll veita þau góða almenna undirstöðu en sum námskeiðanna fara á dýptina til auka sérþekkingu.

Virk þátttaka

Námskeiðin skera sig úr meirihluta námsframboðs á netinu þar sem þau eru gagnvirk. Þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu með því að leysa verkefni. Stefna Háskólans í Reykjavík er að virkja þátttakendur í námi og aðstoða þá við að leysa verkefni með þekkingunni sem námið er að miðla til þeirra. Þannig auka þáttakendur enn betur hæfni sína.

Sveigjanleiki eftir þörfum fyrirtækja

Þótt námskeiðin séu fullbúin og tilbúin til notkunar er mögulegt að bæta við sértæku efni. Þetta er gert með því að bæta við myndböndum, verkefnum eða æfingum sem eru sérstaklega ætluð mannauði ákveðins fyrirtækis eða starfsemi.

Vinnustofur í boði

Með öllum námskeiðum er hægt að fá vinnustofur sem byggja stafrænu námskeiði. Þannig gefst þátttakendum kostur á því að fara í gegnum ákveðið efni á sínum hraða á stafrænu formi og mæta svo á vinnustofur til að vinna frekar með efnið. Þannig nýtist tíminn á vinnustofunni betur.

Dæmi um stafræna fræðslu til fyrirtækja og stofnana

Þetta námskeið er ætlað starfsmönnum og stjórnendum sem ganga í gegnum breytingar á sínum vinnustað.

Markmið námskeiðsins er að auka skilning á eðli breytinga og hvaða áhrif breytingar hafa á fólk og vinnustaði og hvaða ráða má grípa til, í því skyni að auka árangur breytinga.

Breytingar geta einungis orðið farsælar ef stjórnendur og starfsmenn vinna saman til þess að láta þessa flóknu vegferð skila árangri. Námskeiðið gefur nokkur góð ráð og getur vísað veginn um vandrataðar slóðir breytingaverkefna.

Leiðbeinandi: Dr. Þóranna Jónsdóttir, ráðgjafi og fyrrverandi forseti viðskiptadeildar HR.

Á námskeiðinu verður farið yfir framsetningu, notkun og dreifingu gagna með skýrslum og mælaborðum í Power BI.

Auk þess verður farið yfir fyrirspurnir á mannamáli (e. natural language queries), útfærslu aðgangsstýringa og einfalda gervigreind sem byggð er inn í Power BI.

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja setja fram gögn með myndrænum hætti og nútímalegum aðferðum.

Leiðbeinandi: Grímur Sæmundsson, ráðgjafi.

Námskeiðið hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur en einnig fyrir þá sem vilja efla sig enn frekar í stjórnendahlutverkinu.

Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur geta:

 • mátað sig inn í mismunandi hlutverk stjórnandans
 • lýst hvernig hægt sé að móta og leiða teymi
 • greint sinn eigin leiðtogastíl
 • útskýrt hvernig hvatning hefur áhrif á árangur og starfsánægju
 • valið leið til að meta árangur teymis og einstaklinga og veita endurgjöf

Leiðbeinandi: Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel Íslandi.

Að vera millistjórnandi er krefjandi hlutverk. Námskeiðið hentar þeim sem vilja efla sig og verða farsælli millistjórnandi og eru að sækjast eftir hagnýtum ráðum til að endurnýja sig, hlaða orkustöðvarnar, þekkja sín mörk og skilja eigin þrautseigju.

Leiðbeinandi: Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi.

Það geta ekki allir verið mannauðsstjórinn en allir stjórnendur þurfa að kunna að vinna með og fyrir fólk. Allir stjórnendur takast á við mannauðsstjórnunarmál og í þessu námskeiði kemur Herdís Pála með hagnýt ráð og leiðir fyrir stjórnendur.

Leiðbeinandi: Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi.

Að breyta gögnum í upplýsingar er nauðsynleg kunnátta til að vanda ákvarðanir. Á námskeiðinu verður farið hvernig hægt sé að nýta gögn til að styrkja ákvarðanir.

Leiðbeinandi: Dr. Páll Ríkarðsson, prófessor við viðskiptadeild HR.

Verkefni með skýrt upphaf, afmarkaðan líftíma og skilgreind aðföng verða sífellt stærri hluti af vinnudeginum og sífellt veigameiri þáttur í atvinnulífinu.

Á þessu námskeiði er farið yfir leiðtogahlutverk verkefnastjóra, sagt frá aðferðum og verkefni lögð fyrir til að auka færni til að fást við undirbúning, áætlunargerð og framvindu verkefna með áherslu á leiðtogahlutverkið í verkefnum.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunnþáttum hagnýtrar verkefnastjórnunar bæði út frá því sem oft er kallað „hefðbundin verkefnastjórnun“ og nýrri straumum eins og Agile aðferðafræðinni.

Leiðbeinandi: Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor í verkfræðideild HR.

Stjórnendaþjálfun og sérsniðin fræðsla

Þegar Opni háskólinn setur upp fræðsluáætlun fyrir fyrirtæki eru efnistök sótt til sérfræðinga akademískra deilda HR, sérfræðinga í íslensku atvinnulífi sem og til erlendra samstarfsaðila og gestakennara. Sérsniðin fræðsla er mismunandi eftir áherslum fyrirtækja og eru fyrir stjórnendur eða vinnustaðinn í heild. Lengd námskeiða getur verið allt frá hálfum degi upp í nokkurra ára fræðsluverkefni.

 • Vinnustofur fyrir stjórnendur Landsvirkjunar
 • Stjórnendaþjálfun fyrir EFLU verkfræðistofu
 • Sérsniðin þjálfun fyrir starfsfólk Íslandsbanka
 • Stjórnendaþjálfun fyrir Norðurál
 • Fræðslupakki fyrir Skeljung
 • Sérsniðin fræðsla fyrir starfsfólk Landsbankans
 • Hluti Forystunáms Reykjavíkurborgar
 • Námskeiðsröð fyrir stjórnendur Icelandair Group

Samstarfsverkefni

Opni háskólinn í HR hefur haldið fjöldann allan af löngum námskeiðum í samstarfi við fyrirtæki og fagsamtök. Námskeiðin miða að því að bæta árangur og færni starfsmanna á ákveðnu sviði innan sama fyrirtækis eða sömu atvinnugreinar. Samstarfsverkefnin geta einnig verið afmörkuð með sérstakar þarfir eða markmið í huga.

 • Vottun fjármálaráðgjafa – í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, viðskiptabanka á Íslandi, viðskiptadeild HR, HÍ og Háskólann á Bifröst
 • Tryggingaskólinn: vottun vátryggingafræðinga – í samstarfi við vátryggingafélögin og lagadeild HR
 • Stjórnendur í ferðaþjónustu – í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar
 • Stjórnendur í sjávarútvegi – í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
 • Stjórnendur bílgreina – í samstarfi við Bílgreinasambandið
 • Stjórnendur í verslun og þjónustu – í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu

Heyrðu í okkur!

Vinsamlega hafið samband við Helga Héðinsson forstöðumann Opna háskólans í HR eða Kristinn Hjálmarsson, þróunarstjóra Opna háskólans í HR fyrir frekari upplýsingar um sérsniðna fræðslu.