Sérsniðin fræðsla fyrir fyrirtæki og fagsamtök

Opni háskólinn í HR starfar náið með akademískum deildum Háskólans í Reykjavík að því að þróa nám fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Stjórnendaþjálfun og sérsniðin fræðsla 

Þegar Opni háskólinn setur upp fræðsluáætlun fyrir fyrirtæki eru efnistök sótt til sérfræðinga akademískra deilda HR, sérfræðinga í íslensku atvinnulífi sem og til erlendra samstarfsaðila og gestakennara. Sérsniðin fræðsla er mismunandi eftir áherslum fyrirtækja og eru fyrir stjórnendur eða vinnustaðinn í heild. Lengd námskeiða getur verið allt frá hálfum degi upp í nokkurra ára fræðsluverkefni.

Dæmi um sérsniðna fræðslu

 • Vinnustofur fyrir stjórnendur Landsvirkjunar
 • Stjórnendaþjálfun fyrir EFLU verkfræðistofu
 • Sérsniðin þjálfun fyrir starfsfólk Íslandsbanka
 • Stjórnendaþjálfun fyrir Norðurál
 • Fræðslupakki fyrir Skeljung
 • Sérsniðin fræðsla fyrir starfsfólk Landsbankans
 • Hluti Forystunáms Reykjavíkurborgar
 • Námskeiðsröð fyrir stjórnendur Icelandair Group

Samstarfsverkefni

Opni háskólinn í HR hefur haldið fjöldann allan af löngum námskeiðum í samstarfi við fyrirtæki og fagsamtök. Námskeiðin miða að því að bæta árangur og færni starfsmanna á ákveðnu sviði innan sama fyrirtækis eða sömu atvinnugreinar. Samstarfsverkefnin geta einnig verið afmörkuð með sérstakar þarfir eða markmið í huga.

Kona stendur í húsagarði og horfir í myndavélinaÁslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntasviðs SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Dæmi um samstarfsverkefni

 • Vottun fjármálaráðgjafa - í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, viðskiptabanka á Íslandi, viðskiptadeild HR, HÍ og Háskólann á Bifröst
 • Tryggingaskólinn: vottun vátryggingafræðinga - í samstarfi við vátryggingafélögin og lagadeild HR
 • Stjórnendur í ferðaþjónustu - í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar
 • Stjórnendur í sjávarútvegi - í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
 • Stjórnendur bílgreina - í samstarfi við Bílgreinasambandið
 • Stjórnendur í verslun og þjónustu - í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu

Heyrðu í okkur!

Vinsamlega hafið samband við Ásdísi Erlu Jónsdóttur forstöðumann Opna háskólans í HR til að óska eftir upplýsingum um sérsniðnar fræðsluáætlanir og samstarfsverkefni.