
Lengri námslínur
Viðurkenndir bókarar
Umfangs- og efnismikið nám í bókhaldi. Hægt er að velja á milli staðarnáms eða fjarnáms.
Staðnám
Stutt lýsing
Umfangs- og efnismikið nám í bókhaldi. Hægt er að velja á milli staðarnáms eða fjarnáms.
Um námskeiðið
Þessi námslína er hönnuð sem undirbúningur fyrir próf sem eru á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til viðurkenningar bókara.
Um er að ræða hagnýtt og viðamikið bókhaldsnám.
Í upphafi náms er nemendum boðið að sækja undirbúningsnámskeið í Excel og stutt námskeið í náms- og próftækni.
Meðal þess sem er kennt:
- Reikningshald
- Framtalsgerð
- Excel dæmatímar og upprifjun
- Skattskil
- Upplýsingakerfi
Prófin á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins
Hægt verður að skrá sig í prófin í eitt ár í viðbót í þeirri mynd sem þau eru í dag og hafa verið undanfarin ár.
Til og með haustið 2023 verður hægt að skrá sig og þreyta prófin.
Eftir það verða þau lögð niður samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 23. apríl 2021:
Lög um breytingu á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki.
Hægt verður að skrá sig í þau til og með haustið 2023 samkvæmt breytingarlögum sem samþykkt voru 13. júní 2021:
Breytingalög á bókhaldslögum
Upplýsingar um prófin finnast á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Einnig er hægt er að kynna sér prófefnislýsingu þar.
Markmið prófanna er að útskrifa fólk með þá hæfni að geta gert upp lítil eða meðalstór fyrirtæki.
Kennsla
Leiðbeinendur með mikla reynslu
Kennararnir búa yfir margra ára reynslu af prófagerð og undirbúningi nemenda til viðurkenningar bókara. Þeir þekkja námsferlið afar vel sem gerir þeim kleift að koma því einstaklega vel til skila. Þeir eru starfandi sérfræðingar á sviði bókhalds og endurskoðunar og miðla af þekkingu sinni og reynslu með raunhæfum dæmum úr íslensku atvinnulífi.
Fyrirlestrar og dæmatímar
Kennsla fer fram í fyrirlestraformi og í dæmatímum þar sem farið er í verklegar æfingar í Excel.
Reikningshald og upplýsingarkerfi og skattskil
Námslínan skiptist í tvö námskeið:
Reikningshald og upplýsingakerfi: Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning nemenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil eru byggð á. Mikil áhersla er lögð á notkun Excel.
Skattskil: Námskeiðið veitir nemendum almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. Lögð er áhersla á að bæta þekkingu nemenda á upplýsingaskyldu og verklagi varðandi virðisaukaskatt og aðra vörsluskatta. Einnig verður farið yfir grunnatriði innra eftirlits og öryggis í upplýsingakerfum.
Upptökur úr tímum
Þátttakendur fá aðgang af upptökum úr tímunum sem bjóða upp á sveigjanleika fyrir bæði staðarnema og fjarnema.
Fyrir hverja er námskeiðið
Námið er einkum ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókurum. Mælt er með því að umsækjendur hafi unnið við bókhald í a.m.k. 2-3 ár og hafi á þeim tíma sinnt margvíslegum og krefjandi bókhaldsstörfum.
Skipulagið
Námið er 136 klst. og stendur nemendum til boða bæði í staðarnámi og fjarnámi.
Kennt er tvisvar til þrisvar í viku kl. 17-21. Námið hefst í ágúst og lýkur í desember.
Í upphafi náms er nemendum boðið að sækja undirbúningsnámskeið í Excel og stutt námskeið í náms- og próftækni.
Tvær staðarlotur eru haldnar yfir námstímann fyrir fjarnema, í september og nóvember.
Kennsluáætlanir 2023
Hagnýtar upplýsingar
Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í staðarlotur í Excel-hluta námsins.
- Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, undirbúningsnámskeið í Excel og náms- og próftækninámskeið.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið
Verð
277.000 kr