
Styttri námskeið
Skipulag og verkstjórn með Planner og Teams
Stutt og hagnýtt námskeið þar sem kennt verður á Microsoft Planner og Teams.
Staðnám
Stutt lýsing
Stutt og hagnýtt námskeið þar sem kennt verður á Microsoft Planner og Teams.
Um námskeiðið
Planner og Teams eru hluti af Microsoft Office 365 umhverfinu. Teams auðveldar hópavinnu þar sem sameiginlegt hópasvæði heldur utan um gögn, verkefnaferli, verkefnastöðu ofl. Teams hentar einnig vel fyrir fjarvinnu og fjarfundi. Með Planner fæst góð yfirsýn yfir verkmiða (Tasks) og stöðu verkefnis auk þess sem öll gögn eru aðgengileg öllum í teyminu.
Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:
- Geta skipulagt gögn og samskipti í Teams umhverfinu
- Verið sjálfstæðir til að nýta sér króka og kima Teams
- Leyst allar daglegar þarfir fyrir skipulag og samskipti
- Fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir
- Geta nýtt sér alla helstu þætti Planner verkmiðastjórnunar
- Geta skipulagt vinnuhópa og verkefni í Planner
- Hafa góðan skilning á tengingu við Teams
- Fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir
Fyrir hverja er námskeiðið
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja geta nýtt sér einfalda leið til við skipulagningu og utanumhald verkefna, og nýta til þess nútíma tækni.
Skipulagið
Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum
- Föstudaginn 17. febrúar kl. 09:00-12:00
Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Hagnýtar upplýsingar
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.