Home/Verðbréfaréttindi II – Viðskiptahluti
Fjármál og rekstur

Lengri námslínur

Verðbréfaréttindi II - Viðskiptahluti

Undirbúningsnámskeið fyrir próf í verðbréfaréttindum

 

  Fjarnám

  Námskeið hefst
  11. janúar 2024 - kl. 16:00
  Verð
  195.000 kr.
  Staða
  Skráning hafin

  Stutt lýsing

  Undirbúningsnámskeið fyrir próf í verðbréfaréttindum

   

   Um námskeiðið

   Sérfræðingar og stjórnendur sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga verða lögum samkvæmt að hafa staðist próf í verðbréfaréttindum. Sama á við um einkaumboðsmenn, framkvæmdastjóra rekstrarfélags, sjóðsstjóra og aðila sem sinna eignastýringu verðbréfasafna lífeyrissjóðs. Prófið nýtist einnig öðrum þeim sem starfa á fjármálamarkaði. Þetta þýðir að þessir aðilar þurfa að kynna sér grundvallarþætti sem varða fjármálamarkaðinn á sviði lögfræði og viðskiptafræði.

   Meðal þess sem kennt er:

   • Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir,
   • Fjárfestingarferli,
   • Viðskiptahættir,
   • Aðrar greinar á sviði viðskiptafræði að því marki sem þær skipta máli við umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga

                                    - skattaleg atriði
                                    - þjóðhagfræði

   Þetta námskeið er eitt af tveimur námskeiðum sem eru í boði við Opna háskólann í HR sem búa þátttakendur undir próf í verðbréfaréttindum.

   Önnur undirbúningsnámskeið

    

    Próf í verðbréfaréttindum

    Opni háskólinn í HR heldur prófin og sér um skráningu í þau og utanumhald fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Prófin eru haldin í það minnsta einu sinni á ári. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaréttindaprófs.

    Vinsamlega athugið að sérstakt gjald er greitt fyrir próftöku sem er ekki innifalið í námskeiðsgjaldi fyrir undirbúningsnámskeiðið.

    Dagsetningar og fleiri hagnýtar upplýsingar má nálgast á upplýsingasíðu um próf í verðbréfaréttindum: Vefsíðu Prófnefndar verðbréfaréttinda

    Skipulagið

    Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa allir víðtæka reynslu og þekkingu á fjármagnsmarkaði og starfa allir á því sviði.

    Námskeiðið er fjarnám með staðlotum sem fara fram í kennslustofu í HR. Einnig er hægt að fylgjast með staðlotum í gegnum streymi. Staðloturnar eru 7 í heildina. 

    Hagnýtar upplýsingar

    • Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.
    • Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsgjaldi.

    Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
    Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
    Kannaðu málið.

    Verkefnastjóri

    Íris Bjarnadóttir, verkefnastjóri

    • irisbja@ru.is

    Leiðbeinendur

    Jóhann Viðar Ívarsson);

    Jóhann Viðar Ívarsson

    Ráðgjafi, greinandi og fyrirlesari við HR

    Halldór Kári Sigurðarson);

    Halldór Kári Sigurðarson

    Sérfræðingur í viðskiptastýringu hjá Landsvirkjun

    Páll Ammendrup Ólafsson);

    Páll Ammendrup Ólafsson

    Stundakennari við Opna háskólann í HR

    Sigurður Erlingsson);

    Sigurður Erlingsson

    Fjármála ráðgjafi

    Deila námskeiði:

    Go to Top