Umsagnir (Síða 2)

Viðurkenndir bókarar

„Námið hefur veitt mér aukna færni, öryggi og betri skilning á öllum þáttum bókhalds, til dæmis á ársuppgjöri fyrirtækja ásamt skattalögum. Opni háskólinn í HR hefur framúrskarandi kennara og starfsfólk sem gera námið virkilega áhugavert og skemmtilegt þó það sé krefjandi.“

Guðbjörg Ágústsdóttir, bókari hjá Fishproducts Iceland Ltd.

Verðbréfaviðskipti

„Námið hefur nýst vel í mínu starfi. Það hefur bætt þekkingu mína og eflt mig sem starfsmann í fjármálaumhverfi.“

Kristín Ágústsdóttir, sérfræðingur í rekstrarteymi Stefnis hf.

Stjórnendur framtíðarinnar

„Í náminu var farið yfir skipulag, áætlanagerð og verkefna-og tímastjórnun en einnig vorum við fengin til að leita inn á við í sjálfsskoðun og hvernig við viljum að okkar persónulega þróun verði. Mér varð ljóst að það er mikilvægt að stjórnendur þekki sjálfa sig vel til þess að geta tekist á við hin ýmsu verkefni og áskoranir í starfi. Nemendurnir í hópnum komu úr mismunandi vinnuumhverfi og með ólíka reynslu svo það var einnig áhugavert að hlusta á þeirra sögur og hvað þau voru að takast á við í sínum störfum. Námið hefur nýst mér á ýmsa vegu í mínu starfi.“

Ragnhildur Edda Tryggavdóttir, Global Category Manager hjá Marel

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

„Námið eflir mann í að taka sjálfstæðar ákvarðanir óháðar hagsmunum og í að vinna í öllum því sem kemur að stjórnarsetu. Það eykur skilning manns á því hvernig stjórnarmenn nálgast málefni sem eru kynnt fyrir þeim á stjórnarfundum. Námið veitir því góðan faglegan grunn og það er dregið vel fram hvert hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna eru.“

Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á Fyrirtækja-og fjárfestasviði Íslandsbanka.

Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni

"Námið hefur nýst mér ákaflega vel í mörgum þáttum starfs míns. Í alþjóðlegu umhverfi smásölugeirans gilda skýrar vinnureglur og því skipta samskipti milli fólk afar miklu máli. Námið í mannauðsstjórnun og leiðtogafærni veitir manni mörg tól og tæki til að takast á við ýmis mál tengd samskiptum og færa þau í góðan farveg. Það auðveldar vinnustöðum að ná sameiginlegum markmiðum." 

Þórhallur Ágústsson, sölustjóri útflutnings hjá Nóa Síríus 

Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

"Ég lærði hversu fjölbreytt stafræn markaðssetning getur verið og námið fékk mig til að prófa nýjar leiðir í markaðssetningu á slíkum miðlum. Ég varð öruggari í starfi eftir því sem leið á námið og þekkingin jókst. Kennarar voru duglegir að benda okkur á ítarefni sem hefur nýst vel og ég hef getað leitað í þegar hentar."

Þórdís Magnúsdóttir, vef-og samfélagsmiðlafulltrúi hjá Toyota.

Stjórnendur í þriðja geiranum

"Námskeiðið veitti mér faglega yfirsýn yfir viðfangsefni sem ég fæst við í mínu sjálfboðastarfi. Það hefur skilað sér í auknu sjálfstrausti og faglegri vinnubrögðum. Þess að auki hefur námið víkkað sjóndeildarhringinn þegar kemur að sjálfboðaliðamenningu. Eftir að námskeiðinu lauk vissi ég því mun betur hvar og hvernig ég gæti aflað mér nánari upplýsingar um faglega nálgun í störfum þriðja geirans.Kennararnir höfðu mikla þekkingu á efninu og áhugi þeirra smitaði út frá sér. Þátttakendahópurinn samanstóð af fólki sem brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og það var áhugavert að hlusta á innlegg þeirra um lausnir og vandamála í þriðja geiranum."

Marta Magnúsdóttir, formaður hjá Bandalagi íslenskra skáta.

APME Verkefnastjórnun

„Í náminu hef ég lært góðar aðferðir við að skipuleggja og halda utan um verkefni. Þekkingin úr náminu hefur líka nýst mér þegar ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem gerir mér auðveldara að leysa úr margs konar vandamálum sem upp geta komið.“

Óttar Kristinn Bjarnason, sérfræðingur á skipulags- og þjónustusviði ISS

Síða 2 af 2