Umsagnir

Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands

„Starf ungmennafélaga og íþróttafélaga er gríðarlega umfangsmikið og víðtækt. Félögin og reyndar samfélagið allt er mjög metnaðarfullt og eðlilega eru gerðar miklar kröfur til stjórnenda um fagleg vinnubrögð. Það er mikilvægt að bjóða upp á nám sem stjórnendur og starfsmenn ungmenna- og íþróttafélaga geta nýtt sér. Þar eru þau verkfæri sem nýtast nútíma samfélaginu til heilla.“

Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands

„Mikilvægt er að frjáls félagasamtök þróist í takt við samfélagið, geti tekist á við ný og breytt verkefni og mætt auknum kröfum um fagleg vinnubrögð.
Starfsumhverfi frjálsra félagasamtaka er oft á tíðum ólíkt því sem gengur og gerist hjá fyrirtækjum í eigu ríkis eða í einkarekstri.
Því ber að fagna því að boðið sé upp á nám sem er sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum.
Með þátttöku stjórnenda í námi af þessu tagi má auka gæði í rekstri og starfsemi þeirra.“

PMD stjórnendanám

"Námið hefur nýst mér vel í starfi þar sem ég hef miklu betri innsýn í rekstur fyrirtækja og er miklu betur undirbúinn til að takast á við ný verkefni og breytingar með mínu starfsfólki."

Sigurjón Ingi Garðarsson, hópstjóri í hugbúnaðardeild Valitor

 

Markþjálfun (Executive Coaching)

„Námið hefur nýst mér gríðarlega vel í starfi og gefið mér ný tæki á sviði mannauðsmála og aukin úrræði varðandi stjórnendaráðgjöf. Í kjölfar námsins höfum við sett upp innri markþjálfun hjá Marel sem er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í að móta. Kennararnir Hilary og Cheryl eru fagmenn fram í fingurgóma og ferlið og annað í kringum námið er fullkomið. Við nemendurnir ræddum oft eftir tíma hvað við þroskuðumst mikið á hverjum degi og urðum sterkari.“

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Marel

 

Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

„Námið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt ásamt því að vera vel tengt við atvinnulífið og maður stækkar tengslanetið svo um munar. Það er mikið um heimsóknir í fyrirtæki og ferðir og í þeim fengum við enn meiri þekkingu á faginu. Námið hefur aukið þekkingu mína og fagmennsku.“

Karítas Ármann, móttöku- og verkefnastjóri Friðheima.

Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu

„Ég hef unnið lengi við hefðbundna markaðssetningu, prentmiðla og þess háttar og fannst ég þurfa að læra þessa hlið markaðssetningar. Námsefnið var allt mjög vel framsett og gestafyrirlesarar frábærir. Hermun var mikið notuð þar sem við gátum sett okkur í spor fyrirtækis og markaðssett vörur á netinu. Í náminu fékk ég svo sannarlega réttu verkfærin til að vinna með.“

Kristján Gíslason, sérfræðingur á markaðssviðið VÍS 

Vinnsla og greining gagna - (Data Analytics)

„Námskeiðin í Vinnslu og greiningu gagna eru fjölbreytt og nýtast í starfi á margvíslegan hátt. Helsti styrkleiki námsins er færni leiðbeinanda en þeir hafa allir mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði.“

Haukur Þór Arnarson, mannauðsráðgjafi hjá Isavia

Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

„Námskeiðið víkkaði sjóndeildarhringinn hjá mér og ég sá að ég hafði í sumum tilfellum talið að ég væri búinn að hámarka virði í áfangakeðjunni í stað þess að endurskoða ferlana reglulega. Fyrirlesararnir voru mjög færir og voru búnir að innleiða þær aðferðir sem var fjallað um. Ég lærði líka mikið af samnemendum mínum en í gegnum líflegar umræður heyrði maður um fjölbreyttar aðstæður og lausnir.“

Halldór Gunnarsson, vörustjóri hjá Stillingu hf.

Síða 1 af 2