Umsagnir

PMD stjórnendanám

"Eftir að hafa starfað sem stjórnandi í mörg ár fannst mér ég þurfa að endurnýja og hressa upp á þekkingu mína á ýmsum þáttum stjórnunar. Ég sá að PMD stjórnendanámið var mjög fjölbreytt og kennararnir áhugaverðir. Námið stóð undir væntingum mínum; það var mjög fræðandi og skemmtilegt og ýmsir þættir námsins eiga eftir að nýtast mér mjög vel bæði í starfi og persónulega. Námið eykur einnig víðsýni og gefur innsýn í nýja þekkingu og aðferðir sem ég mun klárlega nýta mér í mínu starfi."

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri VIRK

Markþjálfun (Executive Coaching)

„Markþjálfun veitir manni frábær og öflug verkfæri til þess að vinna með í starfi mannauðsstjórans. Starfið snýst að stórum hluta um samskipti við fjölbreytta og breiða hópa sem eru að fást við mismunandi áskoranir. Það er því gott að geta nýtt sér þessi verkfæri og þá þjálfun sem maður öðlast í náminu, sem er t.d. í samskiptum, sérstakri spurningatækni og virkri hlustun. Þetta nýtist svo ekki aðeins í vinnu, heldur líka almennt í lífinu sjálfu. Styrkleikar námsins eru fjölbreyttar og skemmtilegar kennsluaðferðir, mjög færir kennarar og síðast en ekki síst, frábær félagsskapur og tengslanet. Námið hefur nýst mér gríðarlega vel.“

Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Húsasmiðjunni.

Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

„Námið hefur gert mér kleift að horfa öðruvísi á hlutina, hjálpað til við að efla skapandi hugsun og dýpkað þá þekkingu sem ég hafði á hótel- og veitingahúsageiranum. Ég þurfti sífellt að finna leiðir til að vinna verkefnin betur og nýta tímann betur í hagnýta hluta námsins. Námið er því frábær stökkpallur fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin sem leiðtogar í þessu fagi, ekki síst vegna þess hversu alþjóðlegt það er.“

Jón Ómar Grétarsson, nemi í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri

Bókhald - grunnur

„Ég hef uppfært þekkingu mína á bókhaldi og fengið mikið af hagnýtum ráðum og upplýsingum sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“

Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis

Vinnsla og greining gagna - (Data Analytics)

„Námskeiðin í Vinnslu og greiningu gagna eru fjölbreytt og nýtast í starfi á margvíslegan hátt. Helsti styrkleiki námsins er færni leiðbeinanda en þeir hafa allir mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði.“

Haukur Þór Arnarson, mannauðsráðgjafi hjá Isavia

Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

„Námskeiðið víkkaði sjóndeildarhringinn hjá mér og ég sá að ég hafði í sumum tilfellum talið að ég væri búinn að hámarka virði í áfangakeðjunni í stað þess að endurskoða ferlana reglulega. Fyrirlesararnir voru mjög færir og voru búnir að innleiða þær aðferðir sem var fjallað um. Ég lærði líka mikið af samnemendum mínum en í gegnum líflegar umræður heyrði maður um fjölbreyttar aðstæður og lausnir.“

Halldór Gunnarsson, vörustjóri hjá Stillingu hf.

Viðurkenndir bókarar

„Námið hefur veitt mér aukna færni, öryggi og betri skilning á öllum þáttum bókhalds, til dæmis á ársuppgjöri fyrirtækja ásamt skattalögum. Opni háskólinn í HR hefur framúrskarandi kennara og starfsfólk sem gera námið virkilega áhugavert og skemmtilegt þó það sé krefjandi.“

Guðbjörg Ágústsdóttir, bókari hjá Fishproducts Iceland Ltd.

Verðbréfaviðskipti

„Námið hefur nýst vel í mínu starfi. Það hefur bætt þekkingu mína og eflt mig sem starfsmann í fjármálaumhverfi.“

Kristín Ágústsdóttir, sérfræðingur í rekstrarteymi Stefnis hf.

Síða 1 af 2