Home/Tæknisjálfstraustið
Stafrænt fjarnám Persónuleg þróun

Stafræn námskeið

Tæknisjálfstraustið

Hvernig er hægt að fara að því að auka tæknisjálfstraustið? Mikilvægast er að við skiptum um hugarfar til að bæta árangur okkar.

Stafrænt nám

Sveigjanlegar dagsetningar
Verð
15.000 kr.
Lengd:

1 klst

Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Hvernig er hægt að fara að því að auka tæknisjálfstraustið? Mikilvægast er að við skiptum um hugarfar til að bæta árangur okkar.

Um námskeiðið

Hugarfarið er ótrúlega mikilvægt þegar nálgast á tæknina. Á síðustu árum hefur komið betur í ljós að þær hugmyndir sem við höfum um okkur sjálf, geta einkennst af mjög svo fastmótuðum hugmyndum um hvað við stöndum fyrir, hvað við kunnum og hvað við gerum vel. 

Á sama tíma þvælast einnig fyrir fastmótaðar hugmyndir um það sem við gerum ekki nægilega vel. Í sumum tilfellum er hluti af sjálfsmynd einstaklinga að vera ekki góð að vinna með tæknina.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er fyrir alla sem langar til að styrkja hugarfar sitt gagnvart tækni og nýjungum. Kjarnaspurning námskeiðisins er Hvernig þróa ég með mér vaxtarhugarfar? Við þurfum nefnilega á því hugarfari að halda til þess að fastmótaðar hugmyndir um það hver við erum, hvað við getum, hvað við getum ekki, hverju við erum góð í og hverju léleg - geti verið brotnar upp. Með vaxtarhugarfarinu getum við betur tileinkað okkur nýja hluti, séð á okkur nýjar hliðar, vaxið í áskorunum sem voru alltaf fjarlægar en eftirsóknarverðar.

Skipulagið

Námskeiðið er að fullu stafrænt, það er á netinu, tilbúið og þátttakendur geta tekið námskeiðið þegar og þar sem þeim hentar, í tölvu, síma eða spjaldtölvu.

Leiðbeinendur

Kristín Hrefna Halldórsdóttir);

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Director of Quality and Purchasing Solutions hjá Origo Iceland

Deila námskeiði:

Go to Top