Rekstur|Sumarnámskeið

Mótun og innleiðing rekstrarstefnu

Hver er munurinn á að móta stefnu og innleiða stefnu?

 • Næsta námskeið

  21. júní 2021 - SUMARNÁMSKEIÐ
  13:00 - 16:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  9 klst. (3x3)

 • Verð

  3.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Stefnumótun þykir nauðsynlegur þáttur i starfi stjórnenda. Stefnan er mótuð til að skýra út hvernig eigi að vinna með eignir, fjármagn og aðgang að auðlindum til að standa sig vel gagnvart viðskiptavinum, samfélagi, umhverfi, kjósendum, hluthöfum og starfsfólki, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Mótun viðskiptastefnu er jafnan á ábyrgð stjórnar í samvinnu við framkvæmdastjóra, þar sem lagðar eru meginlínur fyrir starfsemina í samræmi við hlutverk hennar og tilgang í samfélaginu. Mótun rekstrarstefnu er jafnan á ábyrgð stjórnenda í viðkomandi rekstri og er henni ætlað að styðja við viðskiptastefnuna. ​

Á námskeiðinu er munurinn á viðskiptastefnu og rekstrarstefnu útskýrður. Vandlega er farið í praktísk atriði stefnumótunar þannig að þátttakendur geti í framhaldinu leitt stefnumótun á sínum vinnustað, hvort sem um er að ræða fyrirtæki í samkeppnisrekstri, opinbera stofnun eða samtök.​

Þegar stefnan liggur fyrir þarf að innleiða hana þannig að hún komist til framkvæmda í hinum daglega rekstri. Á námskeiðinu verður farið í aðferðir við innleiðingu á stefnu, svo sem áætlanir, breytingar á ferlum og verkefnastjórnun. Eins verður fjallað um hvernig þessu er síðan fylgt eftir með því að mæla árangur.​

Námið er án prófa en þátttakendur auka hæfni sína í stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni, þannig að stefnan sé ekki bara mótuð heldur innleidd með þeim hætti að hún skili þeim árangri sem ætlast er til.​

Fyrir hverja er námskeiðið?

Allir sem hafa áhuga á að bæta þekkingu sína í stjórnun. Námskeiðið getur nýst yfirstjórnendum fyrirtækja jafnt sem millistjórnendum og þeim sem áhuga hafa á að gegna stjórnunarstöðum í framtíðinni. Æskilegt er að nemendur hafi lokið framhaldsskóla eða hafi einhverja reynslu af rekstri, t.d. verkefnastjórnun, verslunarstjórnun, verkstjórnun eða skyldum störfum.

Skipulag

Námskeiðið fer fram í Opna háskólanum í HR á eftirfarandi tímum:

 • Mánudaginn 21. júní 2020, frá kl. 13:00-16:00.
 • Þriðjudaginn 22. júní 2020, frá kl. 13:00-16:00.
 • Fimmtudaginn 24. júní 2020, frá kl. 13:00-16:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Reynir Kristjánsson

Verkfræðingur og stundakennari í HR