Stjórnun|Sumarnámskeið

Mannauðsstjórnunarhlutverk stjórnandans frá A-Ö

Stafrænt nám og vinnustofa

 • Næsta námskeið

  18. júní 2021 - SUMARNÁMSKEIÐ
  23. júní kl. 9:00 - 12:00

 • Staða

  Uppselt

 • Lengd

  2 + 3 klst

 • Verð

  3.000 kr

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Uppselt er á námskeiðið en tekið er inn á biðlista. 

Allir stjórnendur eru að einhverju leyti mannauðsstjórar. Á þessu námskeiði færð þú hagnýtar hugmyndir til að takast á við ólíkar aðstæður sem flestir stjórnendur takast á við oftar einu sinni á sínum ferli.

Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur geta með öryggi og vissu:

 • tekið faglega á móti nýju starfsfólki
 • stjórnað fólki í fjarvinnu
 • lýst höfuðáherslum í frammistöðustjórnun
 • lýst hvaða þættir eru hvetjandi fyrir starfsfólk
 • lýst hvernig starfsþróun á sér stað
 • lokið ráðningarsambandi með faglegum hætti
 • lýst eiginleikum og eðli vinnustaða framtíðarinnar

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er mjög hagnýtt og hentar öllum þeim sem vilja efla sig í mannauðsstjórnunarhlutverkinu, hvort sem þeir eru millistjórnendur, verkstjórar, verkefnisstjórar, framkvæmdastjórar og hóp- eða teymisstjórar.

Skipulag

Námið er að hluta til stafrænt og að hluta til vinnustofa á staðnum.

Þátttakendur fá aðgang að nýju stafrænu námskeiði um efnið og mæta svo á vinnustofu með sama kennara þar sem farið er dýpra í það allra nýjasta í fræðunum. Þá gefst einnig tækifæri fyrir spurningar og spjall.

Aðgangur að stafrænu námskeiði:

 • Föstudaginn 18. júní kl 12:00 – yfirferð námskeiðsins tekur tæpa tvo tíma

Vinnustofa

 • Miðvikudagurinn 23. júní kl 9-12

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Herdís Pála Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte Ísland