Viðskipti|Sumarnámskeið

Lykilþættir sölu, þjónustu og væntingastjórnunar

 • Næsta námskeið

  14. júní 2021. SUMARNÁMSKEIÐ
  kl. 13.00 - 17.00.

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst. (1x4)

 • Verð

  kr. 3.000

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir lykilþætti starfsmanna við sölu-og þjónustu. Fræðst verður um þjónustu, væntingastjórnun og þjálfun starfsmanna í þessum þáttum.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur:

 • Öðlist betri þekkingu í lykilþáttum starfsmanna við sölu-og þjónustu.
 • Geri sér betur grein fyrir mikilvægi samskipta og framkomu við sölu-og þjónustu.
 • Geri sér betur grein fyrir hvað þjónusta er mikilvæg í nútíma samfélagi.
 • Þekki hugtakið „væntingastjórnun“ betur og hvernig hún getur nýst starfsmönnum og fyrirtækjum til framdráttar.
 • Þekki betur þróun á kauphegðun undanfarinna áratuga.
 • Skilji mikilvægi þjálfunar í ofangreindum þáttum.

Góðir sölu- og þjónustuhættir, mikilvægi væntingastjórnunar

Nútíma samfélag hefur þróast gríðarlega hratt á undanförnum áratugum. Samhliða þessum aukna hraða, hefur hlutverk starfsmanna við sölu-og þjónustu þróast mikið. Krafa viðskiptavina varðandi þjónustu, hraða starfsmanna og snöggar úrlausnir vandamála hafa aukist einnig. Í því skyni, er áhugavert að velta fyrir sér hverjir lykilþættir starfsmanna í framlínu eru. Hvað er það sem einkennir góða sölumenn? Hver er áhersla fyrirtækja á góða þjónustu og hvernig skilar það sér til starfsmanna?

Einstaklingar í samskiptum við viðskiptavini eru beint og óbeint að starfa við væntingastjórnun í öllum sínum verkefnum. Væntingar viðskiptavina hafa þróast samhliða auknum hraða og verða sífellt mikilvægara „tól“ í fórum starfsmanna. Með hvaða hætti hefur þróun á kauphegðun undanfarinna áratuga haft áhrif á hlutverk starfsmanna? Eru starfsmenn og fyrirtæki meðvituð um þessa breyttu kröfu og fá starfsmenn nægilega þjálfun til að læra inn á mikilvægi væntingastjórnunnar?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem eiga (eða vilja eiga) í samskiptum við viðskiptavini með einum eða öðrum hætti. Jafnframt er námskeiðið tilvalin leið fyrir þá sem eru nýjir í slíku starfi eða hafa starfað árum saman við sölu-og þjónustu og vilja bæta sig í starfi.

Skipulag

Námskeiðið er í blönduðu formi staðarnáms og stafræns náms í eigin tíma í gegnum kennslukerfi Opna háskólans í HR.
Þátttakendur fara í gegnum stafræna efnið áður en þeir mæta í staðarlotu í Opna háskólann í HR.

Staðarlotan fer fram

 • Mánudaginn 14. júní 2021, frá kl. 13:00 – 17:00. ​

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Kristján Aðalsteinsson

Hluthafi og viðskiptastjóri hjá Hvíta húsinu, auglýsingastofu