Stjórnun|Sumarnámskeið

Jafningjastjórnun - fjarkennsla

Hvernig er hægt að ná árangri og framförum í stjórnun jafningja sinna á vinnustað?

 • Næsta námskeið

  24. og 28. júní 2021 - SUMARNÁMSKEIÐ
  kl. 13.00 - 16.00

 • Staða

  Uppselt

 • Lengd

  6 klst (2x3)

 • Verð

  3.000

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Það fylgja áskoranir því að færast úr starfi sérfræðings eða framlínustarfsmanns yfir í stjórnendastöðu. Á þessu námskeiði læra nemendur að þekkja þessar áskoranir og bregðast við þeim.

Nemendur dýpka skilning sinn á stjórnendahlutverkinu og hljóta aukna færni í að skapa liðsheild og ná fram því besta úr fólkinu sínu. Þeir fá tæki og tól til að ná auknum árangri í frammistöðumati og geta að námskeiðinu loknu veitt jákvæða og leiðréttandi endurgjöf með áhrifaríkum hætti.

Meðal þess sem er kennt:

 • Hlutverk stjórnandans í að setja fram sýn, markmið og árangursmælikvarða
 • Samskipti, upplýsingagjöf og frammistöðumat með áherslu á endurgjöf til jafningja
 • Uppbygging liðsheildar, teymisvinnu og árangursmælikvarða í teymisvinnu
 • Algeng mistök sem nýir stjórnendur gera og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir þau

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Fimmtudaginn 24. júní frá kl. 13:00-16.00.
 • Mánudaginn 28. júní frá kl. 13:00-16.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Námskeiðið mun fara fram á fjarkennslu í gegnum Zoom fjarfundarbúnað.

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta