Stjórnun|Stutt námskeið

Árangursríkar vinnustofur

Hvernig á að hanna og leiða vinnustofur með árangursríkum hætti.

 • Næsta námskeið

  15. nóvember 2021
  13:00 - 17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst (3x4)

 • Verð

  79.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði munu þátttakendur læra að tileinka sér hugarfar og aðferðir sem nýtast til að halda árangursríkar vinnustofur. 

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • Hafa fengið innsýn í mikilvægustu byggingarefni þess að undirbúa og halda árangursríkar vinnustofur.
 • Geta hannað, skipulagt og framkvæmt einfaldar vinnustofur sem mæta þörfum og skapa virði.
 • Geta sett sig í hlutverk lóðs (e. facilitator) og séu byrjaðir að tileinka sér árangursríkar aðferðir til að virkja samtal og samvinnu í vinnustofum.

Um vinnustofur og lóðshlutverkið (e.facilitator)

Vinnustofur snúast um að hanna og stýra aðstæðum svo innihaldsrík og skapandi samtöl og samvinna geti átt sér stað með það að markmiði að ná fram mikilvægum afurðum og ákvörðunum á mun skemmri tíma en hægt er með hinu hefðbundna fundarformi.

Breytingar eiga sér stað eitt samtal í einu. Vinnustofur eru árangursrík leið til að draga ólíka hagsmunaaðila að borðinu, skapa nýja möguleika sem áður voru huldir, virkja raddir sem mikilvægt er að heyra og skapa menningu liðsheildar og sameiginlegs árangurs - með vel skipulögðum aðstæðum.

Að lóðsa (e.facilitate) er listin að hanna aðstæður og ferli samskipta fyrir fólk á þann hátt að þátttakendur þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því hvað á að gera, hvernig á að gera það eða hafa áhyggjur af því í hvaða átt stemningin á vinnustofunni er að fara. Lóðsinn sér til þess að móta ferlið, hanna umgjörðina, lesa salinn og leiðbeina þátttakendum í gegnum vinnuna þannig að hver og einn þátttakandi fái að leggja af mörkum sína ofurkrafta til að góð sameiginleg útkoma og virði skapist fyrir teymið.     

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað hverjum þeim sem langar til að setja sig inn í lóðshlutverkið og/eða efla sig sem lóðs.

Hæfnin til að hanna og lóðsa vinnustofur getur nýst í margvíslegum aðstæðum og námskeiðið getur því hentað jafnt sérfræðingum, verkefnastjórum, agile-þjálfum, stjórnendum eða stjórnunarráðgjöfum svo dæmi séu tekin.

Kennsla

Kennsluaðferðin samanstendur af frásögn, samvinnuverkefnum, vinnustofuæfingum í tímum og æfingum sem þátttakendur spreyta sig á í raunheimum milli kennslustunda

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í Opna háskólanum kl. 13:00 - 17:00 dagana:

 • mánudaginn 15. nóvember
 • mánudaginn 22. nóvember
 • mánudaginn 29. nóvember

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Lára Kristín Skúladóttir

Stjórnunarráðgjafi og markþjálfi