Markaðsmál|Stutt námskeið

Viðskipti á netinu og greiningar á neytendahegðun

Námskeið sem veitir þátttakendum færni í að takast á við stafrænt viðskiptaumhverfi og greina tækifærin.

 • Næsta námskeið

  8. mars 2019
  Kl. 9:00 - 17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (1x8)

 • Verð

  61.000 kr.

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námskeiðið

Einstaklingar sem starfa við markaðsmál þurfa að takast á við stafrænt viðskiptaumhverfi og koma auga á tækifærin sem það umhverfi býður upp á - út frá mælanlegum markaðsaðgerðum.

Á þessu námskeiði er farið yfir viðskiptalíkön og nýjar tekjulindir sem stafræn viðskipti bjóða upp á. Einnig er fjallað um þróun fyrirtækja yfir í stafrænt umhverfi, hvernig hefðbundin og stafræn verslunarumhverfi geta farið best saman og tekin fyrir dæmi af neytenda- og fyrirtækjamarkaði. 

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

 • Hafi öðlast skilning á sumum af þeim ógnunum og tækifærum sem fylgja stafrænum viðskiptum og umhverfi.
 • Geti sett fram áætlanagerð með viðskiptalíkönum og mælingum þegar tekist er á við stafræn umskipti eða lögð er meiri áhersla á stafræna markaðssetningu.
 • Meti mikilvægi þess að búa til mælaborð fyrir markaðsmál og þekki tækifæri sem felast í neytendagreiningum.

Viðskipti á netinu

Stafræn viðskipti eru að aukast og netið hefur verið að breytast. Þessu fylgja miklar breytingar hjá fyrirtækjum og síauknar kröfur hjá neytendum. Stjórnendur og starfsmenn þurfa að bregðast við þessu og reyna að finna nýjar leiðir til að auka upplifun og ánægju neytenda og virði fyrir fyrirtæki. 

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast dýpri skilning á stafrænum viðskiptum og vilja læra að nýta sér mælaborð fyrir markaðsmál og neytendagreiningar.   

Skipulag námskeiðs

Námskeiðið er hluti af lengri námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Hagnýtar upplýsingar

Mælt er með að þátttakendur takið með sér tölvu á námskeiðið þar sem allt námsefni er rafrænt.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD