Tækni|Stutt námskeið

Verkefnastjórnun og áætlanagerð

Á síðustu áratugum hefur orðið róttæk breyting á hvernig mörg fyrirtæki eru skipulögð. Hraði, sveigjanleiki, ábyrgðardreifing og markaðshugsun eru eiginleikar sem flest fyrirtæki sækjast eftir.

 • Næsta námskeið

  26. mars 2019
  Kl. 9:00 til 13:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst. (3x4)

 • Verð

  75.000 kr.

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sandholt

Á síðustu áratugum hefur orðið róttæk breyting á hvernig mörg fyrirtæki eru skipulögð. Hraði, sveigjanleiki, ábyrgðardreifing og markaðshugsun eru eiginleikar sem flest fyrirtæki sækjast eftir.

Þátttakendur læra að undirbúa og áætla verkefni og setja fram tölusett markmið um áfanga og árangur, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Þátttakendur munu læra að gera tíma- og kostnaðaráætlanir og hvernig þessar áætlanir eru tengdar saman í heildstæða verkefnisáætlun.

Áhersla verður lögð á óvissuþætti í verkefnum og hvernig gera skuli áætlanir þegar áhætta er mikil. Kennd verður notkun þriggja punkta mats bæði á tímalengdum verkþátta og á kostnaðarþáttum, og farið í aðferðir við áhættumat.

Þá verður fjallað um eftirlitskerfi til að mæla mismun á raunverulegum tölum og áætluðum tölum. Festa góðan árangur í sessi.

Fjallað verður um muninn á hefðbundinni verkefnastjórnun og Agile aðferðafræði. Þessar tvær nálganir verða bornar saman. Tæki og tól Agile verða kynnt til sögunnar.

Að loknu námskeiðinu verður nemandinn með vandaða grundvallarþekkingu á beitingu aðferðum verkefnastjórnunar við að undirbúa, skipuleggja, framkvæma og ljúka meðalstórri eða stærri framkvæmd

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

Hafi öðlast skilning á hefðbundinni verkefnastjórnun og skipulagsfræði.
Kunni að skilgreina viðskiptatækifæri verkefna (e. business case).
Þekki til nýjustu strauma og aðferða í verkefnastjórnun.


Athugið að þátttakendur mæta sjálfir með tölvur með sér á námskeiðið.

Fyrir hverja er námskeiðið

Fyrir þá sem vilja öðlast skilning á hefðbundinni verkefnastjórnun og skipulagsfræði. Kunna að skilgreina viðskiptatækifæri verkefna (e. business case).
Þekki til nýjustu strauma og aðferða í verkefnastjórnun.

Skipulag

Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga:

 • Þriðjudaginn 26. mars frá kl. 9:00 til 13:00.
 • Miðvikudaginn 27. mars frá kl. 9:00 til 13:00 
 • Föstudaginn 29. mars frá kl. 9:00 til 13:00 

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Hera Grímsdóttir

Aðjúnkt og sviðstjóri byggingasviðs tækni- og verkfræðideildar við Háskólann í Reykjavík

Páll Jensson

Prófessor í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og sviðsstjóri á fjármála- og rekstrarverkfræðisviði.