Markaðsmál|Stutt námskeið

Vektu athygli - náðu í gegn!

Námskeið sem fjallar um hagnýt og öflug verkfæri til að ná athygli.

 • Næsta námskeið

  1. mars 2022
  kl 13-16

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  3 klst.

 • Verð

  25.000 kr

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Ertu með rekstur? Ert þú í atvinnuleit? Viltu breyta til? Vilt þú vekja athygli á þér og þínu fyrirtæki, standa út úr fjöldanum og fá kastljósið á þig?

Lærðu hvernig við fáum meiri umfjöllun, vekjum athygli á umsókninni þinni, nálgumt ólíka fjölmiðla, komumst í viðtöl og kynningu á okkur sjálfum og vörumerkinu okkar.

Á námskeiðinu verður farið í það hvernig húmor og gleði er eitt öflugusta verkfærið til að vekja athygli, koma upplýsingum á framfæri og styrkja vörumerki.

Þátttakendum er velkomið að koma með sín verkefni og leita ráða, deila hugmyndum og fá nýjar á opinni vinnustofu í lok námskeiðs.

"Ef þú vilt uppgötva stuttu og skemmtilegu leiðina til að ná árangri, þá áttu erindi á þetta námskeið. Sveinn Waage miðlar hér af þekkingu sinni, rannsóknum og reynslu, verkfærum sem hjálpa þér að koma á óvart og ná athygli og eyrum fólks." 
 - Helga Sigrún Harðardóttir Staðlaráð Íslands  

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að læra betur að nýta fleiri leiðir til að vekja athygli á sér, sínum verkefnum eða fyrirtæki.

Skipulag

Námið er staðarnám og kennsla fer fram:

 • Þriðjudaginn 1. mars 2022 frá kl 13-16

Opni háskólinn í HR fylgir og vinnur eftir reglugerðum um sóttvarnir.

Við erum sveigjanleg og tæknilega undir það búin ef þátttakendur komast ekki á staðinn vegna Covid ástæðna og bjóðum upp á streymi ef svo er.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Sveinn Waage

Markaðsstjóri og sérfræðingur í samskiptum