Markaðsmál|Stutt námskeið

Vefgreiningar

Námskeið sem fjallar um það hvernig er hægt að mæla árangur markaðssetningar og fylgjast með jákvæðum og neikvæðum breytingum.

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  8 klst.

 • Verð

  61.000 kr.

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námskeiðið

Það er mikilvægt að setja sér lykilmælikvarða (KPI) í markaðsstarfi. Á þessu námskeiði fá nemendur leiðsögn í notkun slíkra mælikvarða og einnig er fjallað um uppsetningu og aðlögun vefgreiningartækja eins og Google Analytics, tengingar við Google Adwords og Webmaster tólið frá Google.

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki helstu tæki til vefgreiningar og geti sett þau upp.
 • Geti sett fram markmið og lykilmælikvarða í markaðsstarfi.
 • Geti notað vefgreiningartæki í markaðsrannsóknum og nýtt í undirbúningi á markaðsherferðum.

Vefgreiningar

Í öllu markaðsstarfi er mikilvægt að mæla árangur markaðsaðgerða og fylgjast með þróun þeirra. Vefgreiningar og tæki til vefgreiningar eru öflug leið til þess. 

Fyrir hverja

Námið hentar bæði þeim sem starfa við markaðsmál og vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði sem og starfsfólki smærri fyrirtækja sem vilja nýta sem best möguleika stafrænna miðla.

Skipulag

Námskeiðið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Kennt er yfir einn heilan dag, kl. 9 - 17.

Hagnýtar upplýsingar

Mælt er með að þátttakendur mæti með tölvu á námskeiðið þar sem allt námsefni er rafrænt. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Ari Steinarsson

Markaðsstjóri Kynnisferða og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu