Tækni|Stutt námskeið

Upplýsingaöryggi

Stafrænn vinnustaður

 • Næsta námskeið

  26. janúar 2021

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  9 klst. (3x3)

 • Verð

  61.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Hverjar eru hætturnar fyrir vinnustaði og hvernig á að fyrirbyggja vandamál og krísur vegna skorts á upplýsingaöryggi?

Í dag er líklega mikilvægara en nokkru sinni að gæta að upplýsingaöryggi í rekstri fyrirtækja og það eru auknar kröfur á stjórnendur og starfsmenn að huga að því í daglegum rekstri.

Mannlegi þátturinn er ekki síður mikilvægur í upplýsingaöryggi og nauðsynlegt að nálgast öryggismálin frá veikasta hlekknum, sem er mannlegi þátturinn.

Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur og miðla hagnýtri þekkingu um upplýsingaöryggi. Meðal þess sem fjallað verður um:

 • Hvað er upplýsingaöryggi (e. information security)?
 • Hvað er netöryggi (e. cybersecurity)?
 • Öryggisvitund og öryggiskröfur
 • Staðlar og staðlaðar aðferðir sem eru notaðar til að tryggja öryggi
 • Lög og reglur sem snúa að upplýsingaöryggi
 • Ógnir við upplýsingaöryggi
 • Öryggisbrestur. Hvað skal gera?
 • Raunlægt öryggi
 • Skýjaþjónustur
 • Gögn og varðveisla gagna

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að

 • Þekkja helstu veikleikana sem koma upp í öryggi upplýsinga
 • Kunna að leita kerfisbundið eftir áhættuþáttum
 • Geta skipulagt, undirbúið og leitt aðgerðir til að auka öryggi upplýsinga

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja fá almennan en haldgóða þekkingu á öryggi gagna.

Skipulag

Kennsla fer fram í Opna háskólanum kl. 09:00-12:00 eftirfarandi daga:

 • þriðjudaginn 26. janúar 2021
 • fimmtudaginn 28. janúar 2021
 • föstudaginn 29. janúar 2021

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Elísabet Árnadóttir

Öryggisstjóri Advania