Tækni|Stutt námskeið

Undirstöðuatriði í forritun með Scratch og Python

Námskeið fyrir þá sem vilja læra grunnatriði forritunar á líflegan og skemmtilegan hátt.

 • Næsta námskeið

  26. mars 2019
  kl. 9.00 - 12.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst. (2x3)

 • Verð

  39.000 kr.

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sandholt

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði læra nemendur undirstöðuatriði forritunar í Scratch. Þar eru almennar forritunaraðgerðir kenndar með kubbum sem notandinn smellir saman líkt og LEGO til þess að búa til forrit.

Þrátt fyrir að vera gífurlega einfalt kennir Scratch samt sem áður nánast öll hugtök forritunar, þar á meðal: breytur, lykkjur, föll, segðir, virkja og skilyrðissetningar ásamt öðru.

Eftir að þátttakendur fara í gegnum kennslu á Scratch er bilið brúað yfir í raunverulegra forritunarmál; Python. Python er eitt vinsælasta og fjölhæfasta forritunarmál heimsins en það er notað í allt frá vefforritun í þróun gervigreindar.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar þeim sem hafa enga þekkingu á forritun.

Skipulag 

Námskeiðið er kennt eftirfarandi daga:

 • Þriðjudagur 26. mars 2019 kl. 9-12.
 • Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 9-12.


Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Eyþór Máni Steinarsson

Verkefnastjóri Skema