Stjórnun|Stutt námskeið

Tilfinningagreind til framtíðar

Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja greind og færni til framtíðar

Námskeið sem veitir einstakt tækifæri til að efla grunnfærni í að þekkja, skilja og hafa áhrif á eigin tilfinningar og annarra.

 • Næsta námskeið

  24. mars 2020
  kl. 12.30 - 16.30

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst.

 • Verð

  35.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Einn mikilvægasti hæfileiki okkar er tilfinningagreind. Að búa yfir góðri tilfinningagreind er meðal því eftirsóknarverðasta sem framtíðarstarfsmenn þurfa að hafa.
Þróun á tilfinningagreind hefur jákvæð áhrif á frammistöðu og þrautseigju einstaklinga, tryggð starfsmanna og viðskiptavina við fyrirtæki, ásamt uppbyggingu sterkra liðsheilda og afkomu fyrirtækja.

Tilfinningagreind má efla með því að skynja, nýta, skilja og hafa stjórn á tilfinningum. Þetta eru verðmætir eiginleikar sem auðvelda t.d. fólki að halda ró sinni þegar álag er mikið og breytingar tíðar.

Á vinnustofunni verður leitast eftir að svara eftirfarandi spurningum:

 • Hvað er tilfinningagreind?
 • Hvernig nýtist sú greind í lífi og starfi?
 • Hvernig getur tilfinningagreind aukið hæfni okkar í daglegum áskorunum?
 • Hvar birtast þær í líkamanum?
 • Hvernig hefur okkar tilfinningalega ástand áhrif á aðra?
 • Hvernig lærum við að þekkja og temja eigin tilfinningar?
 • Hvernig ýtum við undir jákvæðar tilfinningar og hlúum að jákvæðu andrúmslofti á vinnustaðnum?
 • Hvernig vinnum við með tilfinningar á vinnustað?

 

Í lok vinnustofunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Viti hvað tilfinningagreind er og hvernig hún nýtist okkur í lífi og starfi
 • Skilji hvernig tilfinningar hafa áhrif á okkur og viðbrögð okkar
 • Skilji betur eigin tilfinningar og tilfinningar annarra
 • Geti stýrt eigin tilfinningum á árangursríkan hátt með aðstoð hagnýtra aðferða
 • Skilja áhrifamátt jákvæðra tilfinninga
 • Átti sig betur á hvernig má vinna með tilfinningar í daglegu starfi

Fyrir hverja er námskeiðið?

Vinnustofan hentar vel fyrir flest alla, meðal annars stjórnendur, almenna starfsmenn, markþjálfa, ráðgjafa og nemendur, sem að hafa áhuga á bæði fræðilegri og hagnýtri notkun tilfinningagreindar.

Skipulag

Námskeiðið fer fram:

 • Þriðjudaginn 24. mars frá kl. 12.30 - 16.30.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Guðrún Snorradóttir

Stjórnunarráðgjafi og PCC stjórnendamarkþjálfi