Stjórnun|Stutt námskeið

Tilfinningagreind (e. Emotional Intelligence) í stjórnun

Þessi tveggja daga vinnustofa veitir þátttakendum einstakt tækifæri til að efla grunnfærni í að þekkja, skilja og hafa áhrif á eigin tilfinningar og annarra, en slík færni ýtir undir bættan árangur í stjórnun og forystu. Námskeiðið er kennt á ensku.

  • Næsta námskeið

    11. nóvember 2019
    kl. 09:00-17:00

  • Staða

    Skráning hafin

  • Lengd

    16 klst. (2x8)

  • Verð

    150.000 kr.

Verkefna­stjóri

Lýdía Huld Grímsdóttir

Um námskeiðið

Námskeiðið, sem hefur bæði fræðilega og hagnýta nálgun, beinir sjónum sínum að mikilvægi tilfinningagreindar þegar kemur að því að ná framúrskarandi árangri. Með því að skoða hvernig tilfinningar tengjast heilastarfsemi okkar, verðum við meðvitaðri um hvers vegna við bregðumst við tilfinningalega, hvernig þau viðbrögð geta haft neikvæð áhrif á forystu okkar og færni til ákvörðunartöku og hvað hægt sé að gera til að ná betri árangri. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast sannreyndum aðferðum og gagnlegum verkfærum sem styðja við árangursríka stjórnun og forystu út frá hugmyndum og rannsóknum um tilfinningagreind og taugavísindi (e. neuroscience).

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur:

  • Hafi öðlast mikilvæga þekkingu og aukið lykilhæfni þegar kemur að samskiptum og ákvörðunartöku
  • Hafi fengið innsýn í fræðilegan bakgrunn tilfinninga, þá einkum sem lýtur að sambandi líkama og heilastarfsemi
  • Skilji hvernig tilfinningar hafa áhrif á okkur og viðbrögð okkar
  • Skilji betur eigin tilfinningar og tilfinningar annarra
  • Hafi lært að þekkja undirliggjandi tilfinningalega orsakavalda og hvernig þeir þróast og breytast
  • Geti stýrt eigin tilfinningum á árangursríkan hátt með aðstoð hagnýtra aðferða
  • Hafi aukið hæfni til að byggja upp þrautseigju 

 

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar vel fyrir stjórnendur og leiðtoga á öllum stigum skipulagsheildar, markþjálfa, ráðgjafa, fagaðila sem vilja læra á áhrifaríkan hátt hvernig stjórna megi eigin tilfinningum og hafa jákvæð áhrif á aðra, auk allra þeirra sem vilja dýpka þekkingu sína á eigin tilfinningum og annarra. 

Um tilfinningagreind

World Economic Forum setti tilfinningagreind á lista yfir 10 efstu leiðtogahæfileika sem taldir voru nauðsynlegir fyrir árið 2020. Áratuga rannsóknir hafa sýnt fram á að þróun á tilfinningagreind hafi jákvæð áhrif á frammistöðu einstaklinga, tryggð starfsmanna og viðskiptavina, vinnustaðamenningu, uppbyggingu sterkra liðsheilda og afkomu fyrirtækja.

Tilfinningagreind á meðal 10 mikilvægustu hæfniþátta fyrir árið 2020. 

Skipulag

  • Mánudagur 11. nóvember 2019, kl. 09:00-17:00
  • Þriðjudagur 12. nóvember 2019, kl. 09:00-17:00

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Sue Langley

Ráðgjafi, þjálfari og framkvæmdastjóri Langley Group