Stjórnun|Stutt námskeið

Þrautseigja á tímum breytinga og óvissu - fjarkennsla

 • Næsta námskeið

  8. desember 2020
  kl. 9.00 - 12.00. Námskeiðið er kennt í fjarkennslu

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  3 klst (1x3)

 • Verð

  32.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á vinnustofunni verður farið yfir hvernig má þjálfa og auka þrautseigju. Fyrir námskeiðið býðst þátttakendum að taka Iresilience prófið og hafa því tækifæri til að sjá eigin þrautseigjustuðul. Efnið er byggt á vísindalegri nálgun og rannsóknum úr smiðju jákvæðrar sálfræði þar sem að einblínt er á þrautseigjuþjálfun í stað streitustjórnunar.

Ávinningur

 • Þekking á hvað þrautseigja er og hvernig hún nýtist á tímum breytinga og óvissu
 • Þekking á hvers vegna seiglan er svona mikilvæg í dag og til framtíðar
 • Þekking á hverju við stjórnum og hvað höfum við minni áhrif á
 • Þekking á hver er munurinn á þrautseigjuþjálfun og streitustjórnun
 • Vita hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði
 • Þáttakendum verður kennt að lesa í niðurstöður úr þrautseigjuprófi
 • Setja niður fyrstu skref þátttakenda í átt að aukinni þrautseigju

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Þriðjudaginn 8. desember 2020 frá kl. 9.00-12.00.

Námskeiðið er kennt í fjarkennslu í gegnum Zoom fjarfundarbúnað.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Guðrún Snorradóttir

Stjórnunarráðgjafi og PCC stjórnendamarkþjálfi