Stjórnun|Stutt námskeið

Þjónustustjórnun

Vinnustofa ætluð framlínustjórnendum sem vilja læra ný viðhorf og efla færni sína til að auka helgun starfsmanna og viðskiptavina.

 • Næsta námskeið

  9. apríl 2019
  Kl. 9:00 - 17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (1x8)

 • Verð

  80.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á þessari vinnustofu Opna háskólans í HR og FranklinCovey öðlast stjórnendur þekkingu á því hvernig þeir geta leitt teymi sín með skilning, ábyrgð og gjöful samskipti að leiðarljósi.

Að vinnustofunni lokinni ættu stjórnendur að geta þjálfað teymi sín í að:

 • Uppgötva hvaða verk þarf í raun að vinna fyrir starfsmenn og viðskiptavini
 • Tengjast sín á milli
 • Hlusta og miðla með skilningsríkum hætti
 • Fylgja málum eftir til að leysa vandamál og fyrirbyggja að þau komi upp
 • Gefa áhrifaríka endurgjöf sem byggir fólk upp
 • Hvetja teymið til að deila hugmyndum
 • Leiða árangursríka teymisfundi um þjónustu

Um þjónustustjórnun

Meira en 70% af upplifun viðskiptavina stýrist af viðmóti og framkomu framlínustarfsmanna. Ef þeir eru ákafir talsmenn vöru og þjónustu, eru viðskiptavinir líklegri til að vera einnig sannir talsmenn. Starfsmenn þurfa að upplifa að þeir séu meðlimir sigurliðs sem þjónar mikilvægum tilgangi. Það að hanna, hvetja og leiða slík teymi kallar á öfluga forystu. 

Kennslan

Á vinnustofunni læra stjórnendur að leiða 11 teymisfundi (e. Team Huddles) og þjálfa liðsmenn með því að nýta sér handbók leiðtoga, æfingarspilastokk, dæmisögur, aðgang að myndböndum og bókina It's who you are.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað framlínustjórnendum sem vilja læra ný viðhorf og færni til að auka helgun starfsmanna og viðskiptavina.

Skipulag

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Kristinn Tryggvi Gunnarsson

Viðskiptastjóri hjá FranklinCovey á Íslandi