Stjórnun|Stutt námskeið

Þjónustuhönnun og upplifun viðskiptavinarins

Service design, customer journeys & prototyping

Aðferðir þjónustuhönnunar kynntar þar sem ferill viðskiptavinarins er kortlagður og greindur. 

 • Næsta námskeið

  7. maí 2019
  Kl. 13:00 - 18:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  10 klst. (2x5)

 • Verð

  65.000 kr

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námið

Aðferðafræði þjónustuhönnunar snýst um jákvæða upplifun viðskipavinarins. Með slíkri hönnun eru þarfir notandans settar í fyrsta sæti enda er markmiðið að bæta þá þjónustu sem um ræðir og gera reynslu þeirra sem nota hana sem allra besta. Þjónustuhönnun eflir jafnframt starfsemi þess sem þjónustuna veitir.

Á þessu námskeiði eru aðferðir þjónustuhönnunar kynntar og einblínt á feril viðskiptavinarins (e. customer journey map). Á fyrri degi læra þátttakendur að útbúa slíkan feril. Síðari daginn munu þátttakendur greina ferla viðskiptavina og læra að gera einfaldar lykilpersónur (e. prototypes) til að geta mætt  áskorunum, sem stundum eru kallaðar sársaukapunktar, í þjónustunni og læra bestu aðferðafræðina til að prófa lykilpersónurnar (e. user testing). 

Þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á að nota aðferðina á raunverulegu fyrirtæki í Reykjavík og kynna verkefni sín fyrir forsvarsmönnum þess í lok námskeiðsins. 

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur hafi:

 • Notað aðferðir þjónustuhönnunar 
 • Geti greint og búið til viðskiptamannaferil
 • Geti búið til lykilpersónur í þeim tilgangi að prufukeyra þær.

Fyrir hverja

Þetta námskeið er meðal annars fyrir hönnuði, þjónustustjóra og þróunarstjóra viðskipta.

Skipulag

Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga:

 • Þriðjudagur 7. maí 2019 kl. 13-18.
 • Þriðjudagur 14. maí 2019 kl. 13-18.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Arthur Myhre Scott

Þjónustuhönnuður