Rekstur|Stutt námskeið

Tekjuskattsskuldbinding, sjóðstreymi og skattar

Farið er í upprifjun á sjóðstreymi og skattaútreikningum fyrirtækja auk þess sem fjallað verður um nýjungar í skattamálum eftir því sem við á. 

 • Næsta námskeið

  5. maí 2020 - Beint streymi

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (2x4) - Beint streymi

 • Verð

  55.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Farið verður ítarlega í útreikninga tekjuskattsskuldbindingar. 

Námskeiðið verður í beinu streymi á netinu. 
Þátttakendur fá aðgang að kennslukerfi HR.

Fyrir hverja er námskeiðið

Þá sem vilja fara lengra en gerð einfalds ársreiknings en þá nýtist útreikningur tekjuskattsskuldbindingu. Námskeiðið er sérsniðið fyrir starfandi bókara og viðurkennda bókara.

Kennslan

Notast er við verkefni sem kennari leysir á námskeiðinu og einnig við efni úr ýmsum áttum til að dýpka skilning þátttakenda.

Þátttakendur fá aðgang að kennslukerfi HR þar sem allt kennsluefni finnst. 

Skipulag

Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga í beinu streymi:

 • Þriðjudagur 5. maí 2020 kl. 13-17.
 • Fimmtudagur 7. maí 2020 kl. 13-17.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Félagsmenn Félags viðurkenndra bókara (FVB) fá 10% afslátt á námskeiðið. Félagsmenn FVB eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst á verkefnastjóra námskeiðsins áður en námskeiðið hefst til að fá þessi sérkjör. Námskeiðið veitir samtals 15 endurmenntunareiningar FVB.    

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Lúðvík Þráinsson

Löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf.