Tækni|Stutt námskeið

Teams vinnustofa

Stafræn umbreyting á vinnustöðum

 • Næsta námskeið

  25. mars 2021

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst.

 • Verð

  49.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Teams samskiptaforritið er hluti af Microsoft Office 365 umhverfinu. Teams auðveldar hópavinnu þar sem sameiginlegt hópasvæði heldur utan um gögn, verkefnaferli og verkefnastöðu, fundargerðir ofl. Með notkun Teams fæst skýr fókus þar sem öll gögn og upplýsingar eru aðgengilegar öllu teyminu á einum stað. Þannig minnkar tími sem oft fer í að leita að gögnum og upplýsingum tengdu verkefni. Teams hentar einnig vel fyrir fjarvinnu og fjarfundi.

Nýjustu möguleikar Teams verða skoðaðir ásamt því hvernig aðrar einingar tengjast beint inn í Teams eins og td. Planner, OneNote, Outlook, SharePoint ofl.  

Við skoðum hvað Teams er, hvernig það virkar og allar tengingar sem boðið er uppá:

 • Að stofna teymi –Teams
 • Helstu stillingar
 • Teams og Outlook
 • Fundir
 • Tenging við skjalageymslu í SharePoint og OneDrive for Business
 • Tengingar við önnur kerfi
 • Vaktaplan 

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • Geta skipulagt gögn og samskipti í Teams umhverfinu
 • Verið sjálfstæðir til að nýta sér króka og kima Teams
 • Leyst allar daglegar þarfir fyrir skipulag og samskipti
 • Fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja geta nýtt sér Teams-umhverfið til að leysa núverandi, gamlar og framtíðaráskoranir í skipulagi skilvirkrar vinnu. 

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • fimmtudaginn 25. mars 2021 frá kl. 9:00-13:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Rúna Loftsdóttir

Þekkingastjóri hjá Reykjavíkurborg