Seigla, streita, meðvirkni og samskipti
Skýr og skilvirk samskipti og tengsl auka færni í lífi og starfi. Að skilja streitu og auka seiglu bætir frammistöðu í starfi og minnkar líkur á kulnun.
-
Næsta námskeið
Haust 2022
-
Staða
Væntanlegt
-
Lengd
8 klst. (2x4 klst)
-
Verð
73.000 kr.

Verkefnastjóri
Um námskeiðið
Þetta er námskeið sem færir þekkingu og úrræði sem nýtast vel í starfi. Ein grunnforsenda þess að vaxa í starfi eru heilbrigð streita og samskipti, sem hafa að auki áhrif á starfsánægju, menningu og starfsanda. Að bera kennsl á þætti í vinnuumhverfi sem valda neikvæðri streitu, óheilbrigðum samskiptum og samskiptaleiðum (okkar eigin og annarra) er einkar mikilvægt þegar að því kemur að skapa gott starfsumhverfi með möguleikum á að auka færni og þróast í starfi.
Streita og samskipti fólks á vinnustöðum eru lykilþættir þess að minnka álagstengd veikindi og starfsmannaveltu, koma í veg fyrir kulnun og auka ánægju og vellíðan starfsfólks. Þannig nýtast hæfileikar þess og færni í starfi og starfsgeta eflist. Góð samskipti minnka álag og streitu.
Á námskeiðinu verða nýjar kenningar um álags-, streitu- og áfallafræðum kynntar til sögunnar. Athyglinni verður einnig beint að meðvirkni, einkennum og áhrifum hennar á samskipti, líf og líðan hvort sem er í starfi eða í einkalífi.
Farið er í úrræði og kynntar leiðir til að efla og tengja við hug og hjarta hér og nú.
Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist þekkingu sem stuðlar að heilbrigðum samskiptum og tengslum og aukna færni til að takast á við breytingar og áskoranir. Þessir þættir eru æ mikilvægari í starfsumhverfi sem tekur sífellt hraðari breytingum.
Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að:
- Þekkja og skilja jákvæð og neikvæð áhrif streitu
- Geta nýtt streituna til góðs
- Geta sett heilbrigð mörk
- Geta átt í skýrum og skilvirkum samskiptum
- Vera betur til staðar í hverju andartaki
- Verið í tengslum við eigið innsæi
Fyrir hverja er námið
Námskeiðið er fyrir alla sem lifa og starfa með öðru fólki og vilja auka færni í starfi með minni streitu, meiri seiglu og betri samskiptum.
Fyrir sjálfstætt starfandi eða hvers konar stjórnendur með mannaforráð eða teymisstjóra.
Skipulag námsins
Námið er staðarnám og kennt á eftirfarandi þriðjudögum kl 9-13 í tvö skipti.
- 17. maí - kl 9 - 13
- 24. maí - kl 9 - 13
Hagnýtar upplýsingar
Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdögum.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.