Stjórnun|Stutt námskeið

Streita, seigla, meðvirkni og samskipti

Að skilja streitu og auka seiglu minnkar líkur á kulnun og bætir heilsu. Heilbrigðari samskipti stuðla að skýrari og skilvirkari samskiptum og tengslum, sem eru mikilvæg í lífi og starfi.

 • Næsta námskeið

  mars 2022

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  9 klst.

 • Verð

  59.000 kr

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Streita og samskipti fólks á vinnustöðum eru lykilþættir þess að minnka álagstengd veikindi og starfsmannaveltu, koma í veg fyrir kulnun og auka ánægju og vellíðan starfsfólks. Þannig nýtast hæfileikar þess og færni í starfi og starfsgeta eflist. Góð samskipti minnka álag og streitu.

Á námskeiðinu verða nýjar kenningar um streitu- og áfallafræði kynntar til sögunnar. Athyglinni verður einnig beint að meðvirkni, einkennum og áhrifum hennar á samskipti, líf og líðan hvort sem er í starfi eða í einkalífi.
Farið er í úrræði og kynntar leiðir til að efla og tengja við hug og hjarta hér og nú.

Markmið þessa námskeiðs er að auka seiglu og þrautseigju, minnka líkur kulnun og stuðla að heilbrigðari samskiptum í lífi og starfi.

Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að:

 • Geta skapað meira jafnvægi í lífi og starfi
 • Hafa lært að setja heilbrigð mörk
 • Geta nýtt streituna til góðs
 • Get átt í skýrari og skilvirkari samskiptum
 • Vera betur til staðar í hverju andartaki
 • Geta verið í betri tengslum við eigið innsæi

Fyrir hverja er námið

Námskeiðið er fyrir alla sem lifa og starfa með öðru fólki og vilja auka vellíðan í starfi með minni streitu, meiri seiglu og betri samskptum. Fyrir sjálfstætt starfandi eða hvers konar stjórnendur með mannaforráð eða teymisstjóra.

Skipulag námsins

Námið er staðarnám og kennt á fimtudögum kl 9-12

 • 11. nóvember
 • 18. nóvember
 • 25. nóvember

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Kristín Sigurðardóttir

Slysa- og bráðalæknir

Gyða Dröfn Tryggvadóttir

Lýðheilsufræðingur EMPH