Stjórnun|Stutt námskeið

Stjórnun í sérfræðingaumhverfi

 • Næsta námskeið

  25. febrúar 2020
  kl. 9:00 - 12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst.

 • Verð

  72.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Þekkingarfyrirtæki byggja árangur sinn og afkomu fyrst og fremst á fólki. Skilvirk stjórnun og skynsamleg nýting mannauðs eru lykilþættir verðmætasköpunar og árangursríks reksturs.

Þetta námskeið spannar allar helstu stjórnunar áskoranir í sérfræðingaumhverfi og gefur greinargott yfirlit um hvernig auka megi árangur og starfsánægju meðal sérfræðinga. Meðal annars verður tekið á hvatningu, þjálfun, skilvirkni, frammistöðustjórnun og starfsþróun, auk þess sem fjallað verður um starfshelgun. Þá verður ennfremur fjallað um þær fjölmörgu áskoranir sem fylgja því að þróast úr sérfræðingsstarfi í stjórnendastarf og hvernig megi auka árangur þeirra sérfræðinga sem taka á sig stjórnunarábyrgð.

Ávinningur

 • Aukinn skilningur á þörfum og væntingum sérfræðinga
 • Aukin hæfni í að beita skilvirkum stjórnunaraðferðum í sérfræðingaumhverfi
 • Aukin hæfni í að auka helgun og frammistöðustjórnun
 • Aukin þekking á þeim áskorunum sem fylgja því að færast úr sérfræðingsstarfi í stjórnunarstarf

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Þriðjudaginn 25. febrúar 2020, frá kl. 9.00-12.00.
 • Fimmtudaginn 27. febrúar 2020, frá kl. 9.00-12.00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta