Stjórnun|Stutt námskeið

Sterkari leiðtogi

Liðsuppbygging og árangursþjálfun

Hvernig getum við tekið stjórn á tilfinningum okkar svo þær vinni með okkur en ekki á móti?

 • Næsta námskeið

  27. mars 2019

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst. (2x3)

 • Verð

  47.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningalegt ástand okkar ákvarðar aðgengi heilans að þekkingu, hæfileikum og sköpunargáfum, auk þess að hafa stórkostleg áhrif á samskiptahæfni og áhrifamátt.

Það er lykilatriði fyrir fyrirtæki að leiðtogar þess séu í góðu tilfinningalegu ástandi. Það gerir þeim kleift að hámarka gæði ákvarðana sinna og athafna svo fyrirtækið fái notið þess besta sem þeir hafa upp á að bjóða.

Hvort sem við rekum lítið fjölskyldufyrirtæki eða stórfyrirtæki með hundruðum starfsmanna þá veltur þróun og árangur þess á hæfni leiðtoganna til að leysa vandamál og hámarka auðlindir eins og tíma, fjármagn og mannauð.

Það sem kennt er á námskeiðinu nýtist bæði einstaklingum og liðsheildum.

Einstaklingar:

 • Kynnast hugmyndafræði og aðferðum sem geta aukið lífsgæði fólks á öllum sviðum
 • Kynnast áhrifamætti tilfinninga á velgengni og lífsfyllingu
 • Auka þekkingu og færni til að virkja mátt tilfinninganna til að hámarka gæði ákvarðana og athafna
 • Auka hæfni til að laða fram sitt allra besta þegar viðkomandi vill

Liðsheildir:

 • Styrkja samskipti, traust og trú á liðsheildina
 • Auka skilning á áhrifum eigin tilfinninga á hópinn sem heild
 • Auka hæfni til að byggja upp sterkari liðsheild og að hafa uppbyggileg áhrif á vinnufélaga sína.
 • Auka hæfni til að vera í framúrskarandi tilfinningalegu ástandi og styðja aðra í að gera slíkt hið sama. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Fyrir þá sem hafa áhuga á að rækta leiðtogahæfni sína, og/eða vilja byggja upp sterka liðsheild.

Skipulag

Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga:

 • Miðvikudagur 27. mars 2019 kl. 13-16.
 • Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 13-16.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Bjartur Guðmundsson

Leikari og árangursþjálfi