Markaðsmál|Stutt námskeið

Stefnumótun stafrænna markaðsherferða

Námskeið sem fjallar um áætlanagerð fyrir markaðssetningu.

 • Næsta námskeið

  12. apríl 2019
  Kl. 9:00 - 17:00

 • Staða

  Uppselt

 • Lengd

  8 klst. (1x8)

 • Verð

  61.000 kr.

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námskeiðið

Til að markaðssetja á árangursríkan hátt þarf góðar áætlanir. Í þeim eru sett eru fram markmið með hverjum og einum miðli sem þurfa svo að passa inn í heildarmyndina. Á þessu námskeiði er farið kerfisbundið í gegnum markaðsáætlanagerð. Sett eru upp líkön fyrir áætlanagerð með markmiðum sem snúa að bæði kynningu og árangri á markaði.

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að þátttakendur: 

 • Hafi öðlast skilning á heildrænni markaðsáætlanagerð og stefnumótun.
 • Geti sett fram markaðsáætlun og fylgt henni eftir með markvissri framkvæmd.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar bæði þeim sem starfa við markaðsmál og vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði sem og starfsfólki smærri fyrirtækja sem vilja nýta sem best möguleika stafrænna miðla.

Kennsla

Einnig munu þátttakendur takast á við raunverkefni eða kynna eigin áætlanagerð í markaðssetningu og fá endurgjöf frá leiðbeinanda og þátttakendum.

Skipulag

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Kennt er einn heilan dag, alls 8 klst.

Hagnýtar upplýsingar

Mælt er með að þátttakendur taki með sér tölvu á námskeiðið þar sem allt námsefni er rafrænt.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD