Tækni|Stutt námskeið

Stafræn vinna, hugarfarið og breytingin

Stafræn umbreyting

 • Næsta námskeið

  8. október 2020

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst.

 • Verð

  45.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Við vinnum öll í stafrænum ferlum, óháð starfi. Á þessu námskeiði er fjallað um hugarfarið, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að auka skilvirkni með stafrænum lausnum, og fyrirtækjamenningu. Þátttakendur læra að greina stafræn tækifæri til umbóta og stýra innleiðingu þeirra. 

Meðal annars verður farið ítarlega í

 • Stafrænt hugarfar
 • Eiginleika stafræna leiðtogans
 • Samskipti, upplýsingaflæði og samvinnu
 • Fræðslu og þjálfun
 • Áhrifavaldar og áhrif

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að

 • Geta undirbúið og skipulagt stafræna vegferð vinnustaðar
 • Geta unnið að því að auka stafræna færni eða "Digital IQ"
 • Vera klárir á að greina núverandi stafræna stöðu
 • Sjá fram á leiðir til að styrkja stafræna stöðu vinnustaðarins

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar þeim sem vilja geta skipulagt eða verið virkir þátttakendur í stafrænni vegferð vinnustaðar.

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • 8. október 2020, frá kl. 9:00-15:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Hinrik Sigurður Jóhannesson

Mannauðsstjóri Advania

Íris Sigtryggsdóttir

Fræðslustjóri Advania