Stjórnun|Stutt námskeið

Notendamiðuð nálgun með Design Thinking

Hvernig nýtast aðferðir Design Thinking við stafræn umskipti innan fyrirtækja og stofnana?

 • Næsta námskeið

  4. nóvember 2019
  kl. 13:00-17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (2x4)

 • Verð

  73.000 kr.

Verkefna­stjóri

Lýdía Huld Grímsdóttir

Um námskeiðið

Ekki einungis tæknibreytingar

Stafræn umskipti eru helstu áskoranir sem fyrirtæki og stofnanir hafa staðið frammi fyrir í áratugi. Það er grundvallarmisskilningur að þessar áskoranir séu eingöngu tæknilegs eðlis. Ein helsta áskorunin felst í því að skilja þarfir, óskir og væntingar notenda í breyttu umhverfi - og hafa hugrekki til þess að gera róttækar breytingar.

Notendur númer eitt

Design Thinking-aðferðafræðin setur einmitt notendur í forgrunn, en samkennd með notendum, viðskiptavinum og starfsfólki er eitt sterkasta einkenni aðferðafræðinnar. Oft á tíðum er auðvelt fyrir fyrirtæki að missa sjónar á því hverjum þau vilja þjóna.

Upplifun viðskiptavina greind

Lögð er áhersla á að skilgreina upplifunarferðalag viðskiptavinar, horfa til sársaukapunkta sérstaklega og hvernig stytta megi ferðalagið. Ferðalagið er greint lið fyrir lið þar sem skoðuð er líðan, upplifun, ferli og helstu vörður.

Unnið í hópum

Til þess að efla nýsköpun og hámarka árangur í breytingaverkefnum er nálgunin heildræn og unnin í þverfaglegum teymum, sem segja má að sé kjarninn í aðferðarfræði Design Thinking.

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki aðferðafræði Design Thinking
 • Viti hverjir nota aðferðafræðina og hvers vegna
 • Þekki helstu tæki og tól sem notuð eru í Design Thinking
 • Hafi beitt þekktum aðferðum Design Thinking í hópstarfi

Fyrir hverja er námskeiðið

Þetta námskeið er meðal annars fyrir breytingastjórnendur, þjónustustjóra og þróunarstjóra viðskipta.

Um Design Thinking

Fjórir mikilvægir þættir sem einkenna aðferðafræðina:

 • Nýsköpun er samofin Design Thinking þar sem allt er hugsað upp á nýtt. 
 • Upplifun neytenda og viðskiptavina. 
 • Þverfagleg teymi. 
 • Samkennd með notendum, viðskiptavinum og starfsfólki. 

Skipulag

 • Mánudagur 4. nóvember 2019, kl. 13:00-17:00
 • Þriðjudagur 5. nóvember 2019, kl. 13:00-17:00

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur