Markaðsmál|Stutt námskeið

Leitarvélar og leitarvélabestun

 • Næsta námskeið

  20. janúar 2022
  kl. 9.00 - 16.00.

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  7 klst. (1x7)

 • Verð

  65.000

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Sýnileiki í leitarvélum er mikilvægur hluti markaðsstarfs fyrirtækja þar sem neytendur nota leitarvélar daglega til að afla sér almennra upplýsinga en einnig til að leita að vörum og þjónustu.
Leitarvélabestun (SEO) snýst um þennan sýnileika í almennum leitarniðurstöðum (Organic Search) og þar af leiðandi að vinna að því að  vefsíða fyrirtækja birtist í leit eins ofarlega og kostur er.

Á þessu námskeiði er miðað við að þátttakendur læri að þekkja helstu leiðir á markaðssetningu á leitarvélum, geti leitarvélabestað vefsvæði og þekki öll helstu tæki og tól í markaðssetningu á leitarvélum.
Farið verður yfir nauðsynlega þætti eins og að þekkja leiðir til að greina núverandi stöðu, áætlanagerð og innleiðingu hennar ásamt því hvernig árangurinn er mældur.  
Einnig verður farið yfir mikilvæga hluti eins og efnisköpun, tæknilega hluti á vef, mælaborð og hvaða tæki og tól er hægt að nýta til að ná sem bestum árangri.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námið hentar bæði þeim sem starfa við markaðsmál og vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, starfsfólki smærri fyrirtækja sem vilja nýta sem best möguleika stafrænna miðla, frumkvöðlum og/eða þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í stafrænni markaðssetningu.

Skipulag

Námskeiðið fer fram í Opna háskólanum í HR:

 • Fimmtudaginn 20. janúar frá kl. 9.00 - 16.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Ólafur Jónsson

Ráðgjafi á netmarkaðssviði hjá Birtingahúsinu