Markaðsmál|Stutt námskeið

Stafræn markaðssetning: Lærðu grundvallaratriðin til að efla ákvarðanatöku

Aukinn skilningur á helstu hugtökum og mælingum eflir gæði ákvarðanatöku stjórnenda í markaðsstarfi fyrirtækja 

 • Næsta námskeið

  19. nóvember 2021
  kl. 9.00 - 16.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  14 klst (2x7)

 • Verð

  kr. 110.000

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvægi stafrænnar markaðssetningar í stefnumótun og rekstri fyrirtækja. Lögð er áhersla á markaðssetningu sem fjárfestingu í neytendum hvort sem um er að ræða neytendamarkað, fyrirtækjamarkað, smásölu, þjónustu, lúxus eða samfélagslega markaðssetningu.

Þátttakendu læra um:

 • Helstu markmið, kennitölur og mælingar í stafrænni markaðssetningu og tekin verða mörg dæmi um notkun
 • Helstu aðferðir við öflun nýrra viðskiptavina
 • Mikilvægi varðveislu og endurtekinnar sölu, samskipta og virði viðskiptavina
 • Helstu aðferðir við uppbyggingu viðskipta. Svo sem eins og kross-sölu, uppsölu, aukinnar markaðshlutdeildar og hlutfall af veski neytenda
 • Stafræna miðla (líkt og leitarvélar, tölvupóstar, samfélagsmiðlar) kosti þeirra og galla og mikilvægi þess að samþætta notkun þeirra
 • Neytendamiðun, upplifunarstjórnun, mikilvægi gagna og prófana

Kennsluaðferðir:

Lesefni, myndbönd, fyrirlestrar, stuttar æfingar, hermun.

Skipulag námsins

Námið er staðarnám og kennslan fer fram 

 • Föstudaginn 19. nóvember frá kl. 9.00 - 16.00
 • Föstudaginn 26. nóvember frá kl. 9.00 - 16.00

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD