Stjórnun|Stutt námskeið

Aðferðir spuna í stjórnun

Nýtt spennandi námskeið um hvernig ná megi árangri í stjórnun og forystu með aðferðafræði spunatækni.

 • Næsta námskeið

  14. febrúar 2020
  kl. 09:00-12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  9 klst. (3x3)

 • Verð

  64.000

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námskeiðið

Á síðustu árum hefur orðið vakning á jákvæðum áhrifum spunatækni í umhverfi og aðstæðum sem ekki aðeins tengjast leiklist. Spunatækni og sú hæfni sem þjálfast í spuna nýtist stjórnendum og leiðtogum, og jafnframt í persónulegri þróun einstaklinga.

Að erlendri fyrirmynd

Erlendir viðskiptaháskólar hafa í auknum mæli lagt áherslu á spunatækni í sinni kennslu og byggist þetta nýja og hagnýta námskeið einmitt á sambærilegum námskeiðum sem kennd eru við MIT, Stanford, Duke og UCLA í Bandaríkjunum.

Erlend og innlend fyrirtæki nýta sér spuna

Þar í landi hafa stór fyrirtæki líkt og Google, Whole Foods og McKinsey nýtt sér spunatæknina til að þjálfa leiðtoga, byggja liðsheildir og bæta samskipti með góðum árangri. Hér á landi hafa fyrirtæki eins og Landsvirkjun, Marel, Íslensk erfðagreining og Arion banki nýtt sér spuna í sama tilgangi.

„já og“ hugmyndafræðin

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hugmyndafræði spunatækninnar nýtist við stjórnun og sýnt hvernig „já og“ hugmyndafræðin leiðir til bættra samskipta, betri hugmyndavinnu og lausna á ágreiningsmálum. 

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi lært að nýta sér hugmyndafræði „já og“ til betri samskipta og skilvirkari hugmyndavinnu
 • Hafi öðlast færni í að taka ákvarðanir hratt og standa með þeim
 • Hafi lært að nýta sér hugmyndafræði spunans fyrir heiðarlegri og nákvæmari samskipti
 • Hafi kynnst því hvernig er að nýta húmor til að byggja upp liðsheild
 • Hafi tileinkað sér virka hlustun og hæfni til að spyrja opinna spurninga
 • Hafi kynnst hversu mikilvæg seigla er: það sem kemur á eftir mistökum er mikilvægara en mistökin sjálf

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku í öruggu umhverfi. Það fer að mestu leyti fram í virkum æfingum úti á gólfi þar sem þátttakendur eru virkir og læra hver af öðrum undir handleiðslu leiðbeinenda. Þetta er ekki leiklistarnámskeið og ekki er gert ráð fyrir bakgrunni í leiklist eða ætlast til þess að þátttakendur þekki spunaheiminn fyrirfram. 

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur og þá sem vilja efla leiðtogahæfni sína. Það hentar vel fyrir nýja og verðandi, jafnt sem reynda stjórnendur, hópstjóra, teymisstjóra, verkefnastjóra og einstaklinga sem vilja ná færni í að vinna með hóp undirmanna eða samstarfsmanna.

Skipulag

 • Föstudagur 14. febrúar 2020, kl. 09:00-12:00
 • Mánudagur 17. febrúar 2020, kl. 09:00-12:00
 • Föstudagur 21. febrúar 2020, kl. 09:00-12:00 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Fannar Guðmundsson

Sjálfstætt starfandi

Máni Arnarson

Sjálfstætt starfandi