Stjórnun|Stutt námskeið

Skýjavæðing, stafræn vegferð og fjórða iðnbyltingin

Með auknum skilningi á breytingum sem orðið hafa og verða í náinni framtíð í upplýsingatækni efla stjórnendur sig í ákvarðanatöku.

 • Næsta námskeið

  26. janúar 2022
  Kl. 9:00 - 12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  9 klst. (3x3 klst)

 • Verð

  59.000 kr

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Að aðlagast hröðum breytingum og framþróun á tækniumhverfi og stafrænni vegferð er orðið daglegt brauð fyrir bæði stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Til að ná sem bestum árangri og geta tekið vel upplýstar ákvarðanir þá skiptir öllu máli að hafa góðan grundvallarskilning á upplýsingatækni, fjarskiptum, hvað felst í og hvert markmiðið er með stafrænni vegferð.

Á þessu námskeiði er farið yfir undirstöðuatriði í upplýsingatækni og fjarskiptum, uppbyggingu fjarskiptaneta og tæknikerfa, hvernig internetið virkar og þær þjónustur sem við nýtum okkur daglega. Farið verður yfir skýjavæðingu og skýjastjórnun (e. cloud management), mismunandi tegundir tölvuskýja og hvernig þau nýtast best. Við skoðum þau tækifæri sem felast í stafrænni vegferð og í hverju hún felst fyrir mismunandi atvinnugreinar. Einnig munum við velta því fyrir okkur hvernig störf munu eða hafa þegar breyst vegna hraðra tækniframfara og hver þróunin verður með tilkomu tækninýjunga eins og 5G og Internets hlutanna (IoT).

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur:

 • Skilji virkni tölvuskýja og hvernig stjórnun þeirra fer fram (cloud management)
 • Skilji eðli fjarskipta og hvernig internet og fyrirtækjanet virka
 • Kunni góð skil á 5G og Interneti hlutanna
 • Átti sig á möguleikum stafrænnar vegferðar
 • Öðlist skýra mynd af nútíma tækniumhverfi og verði færir um að taka upplýstar ákvarðanir
 • Hafi skýra hugmynd um hvaða áhrif fjórða iðnbyltingin mun hafa á störf og iðngreinar

Fyrir hverja er námið

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja fræðast um þessi mál og sér í lagi stjórnendur, hvort sem þeir eru millistjórnendur, verkstjórar, verkefnisstjórar, framkvæmdastjórar eða hóp- eða teymisstjórar. 

Skipulag námsins

Námið er staðarnám og kennt á miðvikudögum kl 9-12:00: 

 • 26. janúar 2022
 • 2. febrúar 2022
 • 9. febrúar 2022

Opni háskólinn í HR fylgir og vinnur eftir reglugerðum um sóttvarnir.

Við erum sveigjanleg og tæknilega undir það búin ef þátttakendur komast ekki á staðinn vegna Covid ástæðna og bjóðum upp á streymi ef svo er.

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Ingvar Bjarnason

Véla- og iðnaðarverkfræðingur, sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur í fjarskiptum og upplýsingatækni.