Rekstur|Stutt námskeið

Skuldabréfamarkaður sem fjármögnunarleið

Námskeið þar sem helstu leiðir sem fyrirtækjum standa til boða til að afla sér langtímafjármagns við íslenskar aðstæður eru kynntar.

 • Næsta námskeið

  5. mars 2019
  kl. 13.00 - 17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst (1 x 4)

 • Verð

  45.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Hér á landi hefur markaður fyrirtækjaskuldabréfa verið lítilfjörlegur frá hruni og bankarnir séð um nánast alla lánsfjármögnun. Aðstæður í regluverki og samkeppni fjármálamarkaðar eru hins vegar að breytast. Ætla má að breytingarnar leiði til aukinna tækifæra vel rekinna fyrirtækja, stórra sem smárra, til að fá hagstæða langtímafjármögnun á skuldabréfamarkaði á næstu misserum.

Á þessu námskeiði eru kynntar helstu leiðir sem fyrirtækjum standa til boða til að afla sér langtímafjármagns við íslenskar aðstæður.

Umfjöllunarefni námskeiðs:

Eiginleikar skuldabréfafjármögnunar á markaði í samanburði við bankafjármögnun og fleiri leiðir. Þar sem við á eru kynntir, og bornir saman, meginþættir eins og:

 • vaxtakjör
 • lántökukostnaður
 • mat á lánshæfi
 • opin og lokuð skuldabréfaútboð
 • skráning á First North eða aðallista
 • fjármögnunarferli
 • markhópar kaupenda
 • líklegar breytingar á fjármálamarkaði í náinni framtíð

Skuldabréf á markaði

Á Vesturlöndum er útgáfa og sala skuldabréfa á markaði jafnan ein af meginleiðum fyrirtækja til að fjármagna sig til langs tíma, ásamt bankalánum og eiginfjáröflun.

Skipulag

Kennt er:

 • Þriðjudaginn 5. mars 2019 kl. 13 - 17 

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

 • Þátttakendur þurfa ekki á tölvu að halda í námskeiðinu.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Jóhann Viðar Ívarsson

Greinandi hjá IFS Ráðgjöf