Rekstur|Stutt námskeið

Skattskil rekstraraðila

Skattframtal fyrirtækis gert og notast verður við skattframtöl lögaðila RSK 1.04.

 • Næsta námskeið

  27. apríl 2021

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (2x4)

 • Verð

  52.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Að búa yfir þekkingu til að geta fyllt út skattframtal fyrir aðila í rekstri nýtist vel í atvinnulífinu. Á þessu námskeiði læra nemendur meðal annars um afstemmingu virðisaukaskatts, útleiðslu skattstofns og hvernig framtalið er fyllt út á grundvelli ársreiknings.  

Fyrir hverja er námskeiðið

Þetta námskeið hentar þeim sem starfa við framtalsgerð fyrir fyrirtæki og þá sem eru óvanir á því sviði.

Kennslan 

Notast er við eitt verkefni þar sem reynir á þau atriði sem hafa verið til umfjöllunar í námskeiðinu og farið yfir hvernig framtal er fyllt út.
Þátttakendur fá aðgang að kennslukerfi HR þar sem allt kennsluefni finnst.

Námskeiðinu verður streymt beint í gegnum kennslukerfi HR, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja fram spurningar. Einnig fá þátttakendur aðgang að upptöku eftir námskeiðið.  

Skipulag

Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga í beinu streymi:

 • Þriðjudagur 27. apríl 2021 kl. 13-17.
 • Miðvikudagur 28. apríl 2021 kl. 13-17.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Félagsmenn Félags viðurkenndra bókara (FVB) fá 10% afslátt á námskeiðið. Félagsmenn FVB eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst á verkefnastjóra námskeiðsins áður en námskeiðið hefst til að fá þessi sérkjör. Námskeiðið veitir samtals 15 endurmenntunareiningar FVB.    

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Lúðvík Þráinsson

Löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf.