Tækni|Stutt námskeið

Scrum Agile verkefnastjórnun

Scrum er einföld en áhrifarík aðferðafræði sem hefur farið sigurför um heim vöruþróunar og er notuð af leiðandi nýsköpunarfyrirtækjum.

 • Næsta námskeið

  19. mars 2019
  kl. 12:30 - 16:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  3,5 klst

 • Verð

  kr. 46.000

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sanholt

ingibjorgsa@ru.is

599 6258

Um námskeiðið

Scrum er einföld en áhrifarík aðferðafræði sem hefur farið sigurför um heim vöruþróunar og er notuð af leiðandi nýsköpunarfyrirtækjum. Fyrirtæki sem hafa innleitt aðferðina eru almennt á því að Scrum auki framleiðni og áherslu á virði fyrir viðskiptavininn, auk þess að leysa úr læðingi aukinn sköpunarkraft og ánægju starfsmanna með þeirri ríku áherslu á teymisvinnu sem er hluti af kerfinu.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist Scrum aðferðafræðinni, fái innsýn í stærra samhengi Agile vinnukerfa og geti nýtt þau verkfæri sem standa til boða í daglegum störfum sínum að námskeiði loknu.

Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum, æfingum og umræðum. Dæmi um raunverulegar áskoranir úr íslensku atvinnulífi eru kynnt til sögunnar.

Farið verður yfir eftirfarandi efnisþætti:

 • Uppruni Agile - hvers vegna er Agile svona vinsælt?
 • Scrum vinnukerfið - hlutverk, ferli og afurðir
 • Áætlanagerð og umfangsmat í Scrum
 • Agile og Lean hugsun og aðrar hagnýtar aðferðir (Kanban, XP, SAFe)

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem starfa við hugbúnaðar- eða vöruþróun, eða eiga í daglegum samskiptum við hugbúnaðarteymi. Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem hafa nýlega byrjað að starfa í Scrum-teymi, eða þurfa að styðja við slíkt teymi sem verkefnastjórar eða stjórnendur. 

Skipulag

Námskeiðið fer fram:

 • Þriðjudaginn 19. mars 2019 kl. 12:30 til 16:30.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Baldur Kristjánsson

Lead Agile Coach hjá Valitor