Stjórnun|Stutt námskeið

Sáttamiðlun fyrir presta og sálfræðinga

Sáttamiðlun er aðferðafræði sem nýtur sífellt meiri vinsælda enda nýtist hún við úrlausn ágreiningsmála í viðskiptum og innan fyrirtækja en jafnframt í daglegu lífi.

 • Næsta námskeið

  9. mars 2022
  09:00-17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst.

 • Verð

  69.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Farið verður yfir grunnatriði sáttamiðlunar sem er vaxandi aðferðafræði við lausn ágreiningsmála út um allan heim. Sáttamiðlun er m.a. notuð við lausn ágreinings sem upp kemur í daglegu lífi, hvort sem er í viðskiptum, innan fyrirtækja eða fjölskyldna.

Í sáttamiðlun er leitast við að aðilar máls komi með beinum hætti að lausn ágreiningsmála í stað þess að þriðji aðili ákveði niðurstöðuna. Farið verður yfir ferli sáttamiðlunar og þær kröfur sem gerðar eru til sáttamiðlara í störfum sínum. Þá verður litið til þeirra aðferða sem hægt er að beita til að bæta samskipti á milli deiluaðila sem og árangursríkar aðferðir við upplýsingaöflun.

Á þessu námskeiði verður leitast við að þjálfa aðila sem koma að erfiðum fjölskyldudeilum og öðrum deilum sem einkennast af miklum tilfinningum. Mikil áhersla verður lögð á hvernig hægt er að leitast við að leysa úr erfiðum og persónulegum úrlausnarefnum. Námskeiðið verður miðað við þær áskoranir sem koma upp í störfum presta og sálfræðinga.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er hugsað fyrir presta og sálfræðinga sem vilja auka færni sína í mannlegum samskiptum og læra að beita skapandi hugsun til að leysa úr erfiðum fjölskyldudeilum.

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í staðarnámi í Opna háskólanum

 • miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 09:00-17:00

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Framkvæmdastjóri Samiðnar