Viðskipti|Stutt námskeið

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er aðferðafræði sem nýtur sífellt meiri vinsælda enda nýtist hún við úrlausn ágreiningsmála í viðskiptum og innan fyrirtækja en jafnframt í daglegu lífi.

 • Næsta námskeið

  15. september 2021
  09:00 - 12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst. (2x3)

 • Verð

  52.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Farið verður yfir grunnatriði sáttamiðlunar sem er vaxandi aðferðafræði við lausn ágreiningsmála út um allan heim. Sáttamiðlun er m.a. notuð við lausn ágreinings sem upp kemur í daglegu lífi, hvort sem er í viðskiptum, innan fyrirtækja eða fjölskyldna.

Í sáttamiðlun er leitast við að aðilar máls komi með beinum hætti að lausn ágreiningsmála í stað þess að þriðji aðili ákveði niðurstöðuna. Farið verður yfir ferli sáttamiðlunar og þær kröfur sem gerðar eru til sáttamiðlara í störfum sínum. Þá verður litið til þeirra aðferða sem hægt er að beita til að bæta samskipti á milli deiluaðila sem og árangursríkar aðferðir við upplýsingaöflun.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • ​Hafa aukið færni sína í mannlegum samskiptum
 • Hafa öðlast hæfni til að greina raunverulega ástæðu deilumála
 • Hafa lært að beita virkri hlustun við úrlausn ágreiningsefna
 • Hafa lært að beita spurningatækni til að öðlast skilning á eðli ágreinings
 • Hafa öðlast aukið sjálfstraust til þess að takast á við erfið deilumál innan fyrirtækja og þekki leiðir til að leysa úr þeim til lengri tíma litið.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka færni sína í mannlegum samskiptum og læra að beita skapandi hugsun við úrlausn ágreiningsmála og öðlast hæfni til að greina raunverulega ástæðu deilumála.

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í Opna háskólanum kl. 09:00 - 12:00 dagana:

 • miðvikudaginn 15. september 2021
 • föstudaginn 17. september 2021

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Framkvæmdastjóri Samiðnar