Viðskipti|Stutt námskeið

Samningatækni - fjarkennsla

Námskeið sem eykur hæfni þátttakenda til að leysa úr ágreiningi og ná hagstæðum niðurstöðum í samningum.

 • Næsta námskeið

  12. nóvember 2020
  kl. 09.00 - 16.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  7 klst.

 • Verð

  65.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við hagnýtar æfingar í samningatækni sem kristalla þær grundvallaráskoranir sem samningamenn standa frammi fyrir.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur:

 • Fái skilning á undirliggjandi þáttum í samningaviðræðum og helstu hugtökum samningatækni
 • Hafi aukið hæfni sína til að leysa úr ágreiningi og snúa átökum í árangursríkt samstarf.
 • Hafi aukið hæfileika sína til að ná hagstæðri niðurstöðu og skapa traust fyrir langtíma viðskiptasambönd.
 • Njóti aukins sjálfstrausts í samningaviðræðum og geti nýtt þekkingu sína til að stjórna gangi viðræðna og beina þeim til hagstæðrar niðurstöðu.

Samningatækni

Samningagerð og ákvörðunartaka kemur við sögu á hverjum degi í lífi og starfi allra, gagnvart samstarfsfólki, viðskiptavinum og fjölskyldu. Hvernig til tekst skiptir miklu máli fyrir velgengni starfsmanna og viðkomandi fyrirtækis. 

Góð samningatækni krefst engra sérstakra persónueiginleika eða bellibragða heldur geta allir bætt árangur sinn umtalsvert sama hvar í fyrirtækinu þeir vinna með því að beita einföldum grundvallarreglum og vinnuaðferðum.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar sérfræðingum og stjórnendum innan fyrirtækja á almennum vinnumarkaði og stofnunum hins opinbera. Ekki er krafist þekkingar á samningatækni.

Skipulag 

Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu:

 • Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 kl. 09.00-16.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir

Lektor við tækniháskólann í Twente í Holland