Tækni|Stutt námskeið

R - tölfræðiúrvinnsla

R er opinn tölfræðihugbúnaður sem má setja upp á öllum stýrikerfum. Forritið er í örum vexti og er nú orðinn leiðandi tölfræðihugbúnaður í tölfræðirannsóknum bæði á Íslandi og víða erlendis.

 • Næsta námskeið

  19. og 21. nóvember 2019
  Kl. 9:00 til 15:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst (2 x 6)

 • Verð

  62.000 kr.

 • Námskeiðs­mat

  4,5 af 5

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu kosti og sérstöðu R í samanburði við önnur þekkt forrit eins og Matlab, Excel, SAS og SPSS.

Hagnýtt nám

Mikil áhersla er lögð á að tryggja að nemendur öðlist færni í beitingu þeirra aðferða sem kynntar eru. Þeir framkvæma tölfræðiúrvinnslu og skrifa eigin forrit jafnóðum og námsefnið er kynnt.

Meðal þess sem kennt er á námskeiðinu:

 • Innlestur gagna og gagnameðhöndlun í R.
 • Myndræn framsetning og töflugerð í R.
 • Framkvæmd helstu tilgátuprófa.
 • Grunnþekking á líkanagerð og hermunum.
 • Meðhöndlun tímaraða.
 • Forritun og gerð falla í R.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja vera færir um að skrifa einföld forrit og framkvæma algengustu gerðir tölfræðiúrvinnslu í R.

Kennsla

Unnið er í ritlinum Rstudio og í honum lesa nemendur inn og meðhöndla gögn fyrir frekari tölfræðilega úrvinnslu. Nemendur vinna gröf og töflur úr gögnunum, framkvæma helstu tölfræðipróf og smíða einföld líkön og herma frá þeim.

Skipulag

Námskeiðið er kennt eftirfarandi daga:

Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 9-15.
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 9-15.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið. 

Hagnýtar upplýsingar

Þátttakendur mæta sjálfir með tölvur með sér á námskeiðið.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hér koma leiðbeinendur

  

Leiðbeinendur

Anna Helga Jónsdóttir

Aðjúnkt í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Árni Viðir Jóhannesson

Tölfræðingur í áhættuverðlagningu hjá TM

Ottó Hólm Reynisson

Áhættustjóri hjá Stapa lífeyrissjóð