Tækni|Stutt námskeið

Power BI - skýrslur og mælaborð

Námskeið um framsetningu og dreifingu gagna með skýrslum, mælaborðum og smáforritum í Power BI.

 • Næsta námskeið

  17. september 2019
  Kl. 9:00 til 13:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (2x4)

 • Verð

  64.000 kr.

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sandholt

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er fjallað um þá möguleika sem Power BI Desktop býður upp á, ásamt skýjaþjónustunni Power BI Service, til að hanna og dreifa markvissum og skýrum gagnagreiningum og skýrslum.

Meðal þess sem er kennt:

 • Notkun og virkni skýrslna og þá sérstaklega gagnvirkni gagnastýringa og tengingar á milli skýrslna.
 • Skýrsluhönnun og gagnabirting - hvað virkar og hvað ber að varast?
 • Að tengjast einföldum gagnalindum og greinum með Power BI Desktop og birta í skýrslum.
 • Útfærsla á aðgangsstýringum og notkun Power BI Service til að dreifa niðurstöðunum.
 • Staðlaðar gagnasýnir (e. visuals) sem fylgja með Power BI og aðfengnar gagnasýnir sem boðið er upp á til að útvíkka möguleika forritsins (e. custom visuals).
 • Birting landfræðigagna og þá möguleika sem Power BI bíður uppá, bæði með stöðluðum gagnasýnum og aðfengnum gagnasýnum.
 • Möguleikar gervigreindarinnar sem er innbyggð í Power BI til að flokka gögn og finna mynstur í gögnunum sem erfitt er að koma auga á.
 • Greining gagna á mannamáli (e. natural language queries) og hvernig best er að haga fyrirspurnum til að fá réttar niðurstöður.
 • Leiðir til að auðvelda aðgengi að upplýsingum með „fyrirspurnum á mannamáli“.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja setja fram gögn með myndrænum hætti og nútímalegum aðferðum.

Kennslan

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og er mikilvægt að allir mæti með Power BI Desktop uppsett.

Skipulag náms

Námskeiðið er kennt þessa daga:

 • Þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 9-13.
 • Fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 9-13.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að þátttakendur mæta með eigin PC tölvu á námskeiðið. Tölvan þarf að vera með Windows stýrikerfi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Grímur Sæmundsson

Ráðgjafi hjá Deloitte