Viðskipti|Stutt námskeið

Power BI framhald - fjarkennsla

Framhaldsnámskeið á stafrænu formi

 • Næsta námskeið

  13. og 15. október 2020
  Kl. 9:00 -15:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst. (2 x 6)

 • Verð

  98.000

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Power BI framhald á stafrænu formi – Query, DAX og Módel

Power BI framhald er tveggja daga stafrænt námskeið fyrir alla sem vilja útbúa eigin greiningar í Power BI, Power Pivot eða SSAS Tabular. 

Query – fyrri dagur 13. október kl. 9 - 15

Þann dag tengjumst við ýmiskonar gagnalindum, mótum gögnin og gerum greiningarhæf.

Meðal þess sem farið verður yfir er

 • Vensl ólíkra gagnasetta
 • Útreiknaðir dálkar
 • Snörun á töflum
 • Skrif eigin falla
 • Og margt fleira

DAX og módel – seinni dagur 15. október kl. 9 - 15

Dagurinn snýst um að setja upp sölugreiningarlíkan í Power BI. Við förum yfir ólíkar leiðir til að tengja saman töflur og nýtum okkur ýmsar hagnýtar DAX formúlur til að ná fram upplýsingum sem erfitt getur verið að sýna með hefðbundnum verkfærum.

Við ræðum hvenær sniðugast sé að nota útreiknaða dálka og hvenær mælieiningar henta betur. Við lærum m.a. á töfluföll og strengjaföll, og könnum þá möguleika sem dagsetningaföllin í DAX bjóða uppá og síðast en ekki síst köfum við í CALCULATE fallið og beitingu þess.

Þekkingin sem við öflum okkur á þessu námskeiði nýtist við gagnagreiningar af mörgu tagi.

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja búa til sínar eigin greiningar í Power BI. Það byggir á virkri þátttöku nemenda og er mikilvægt að allir mæti með nýjustu útgáfu af Power BI desktop en það má nálgast í Windows Store án endurgjalds. Grímur Sæmundsson kennir.

 

Leiðbeinendur

Grímur Sæmundsson

BI Ráðgjafi