Pivot töflur og gröf - fjarkennsla
Námskeið fyrir þá sem vilja auka færni sína enn frekar í Excel.
-
Næsta námskeið
26. janúar 2021 kl. 09:00
-
Staða
Skráning hafin
-
Lengd
Fjarnám
-
Verð
59.000 kr.

Verkefnastjóri
Um námskeiðið
Athugið að námskeiðið er kennt í fjarkennslu.
Á þessu námskeiði er farið yfir möguleikana sem felast í greiningu tölulegra gagna í Pivot-töflum í Excel. Jafnframt læra nemendur um myndræna birtingu gagna og helstu tegundir grafa. Þessi þekking er nýtt til að búa til mælaborð í Excel.
Kennslan
Námskeiðið byggist á myndbandsfyrirlestrum og verkefnavinnu sem nemendur vinna sjálfstætt með aðstoð kennara. Myndböndin verða aðgengileg í a.m.k. mánuð eftir að námskeiðinu líkur og sama gildir um kennarann.
- Nemendur læra að greina töluleg gögn í Pivot-töflum. Farið verður ítarlega yfir þá möguleika sem þar eru til staðar.
- Fjallað verður um birtingu gagna á myndrænu formi og yfirferð yfir helstu tegundir grafa og dæmi um hvar og hvenær þau eiga við.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem notað hafa Excel en vilja bæta kunnáttuna. Eins hentar það þeim sem vilja ná meiru út úr OLAP/ BI-teningunum sínum.
Skipulag náms
Námskeiðið er kennt í fjarkennslu
- þriðjudaginn 26. janúar 2021
Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.
Hagnýtar upplýsingar
Þátttakendur þurfa að vinna á sinni eigin PC tölvu. Tölvan þarf að vera með Windows stýrikerfi með 2010 útgáfu af Excel eða nýrri.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.