Viðskipti|Stutt námskeið

Persónuvernd

Áskoranir og framkvæmd frá gildistöku nýrrar löggjafar

Á námskeiðinu verður farið yfir, með hagnýtum hætti, þær helstu áskoranir sem hafa mætt fyrirtækjum og stofnunum við innleiðingu á nýjum persónuverndarlögum

 • Næsta námskeið

  26. febrúar 2020
  kl. 9.00 - 12.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  3 klst.

 • Verð

  43.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi á vormánuðum 2018. Áhersla verður lögð á að fara yfir þær helstu áskornir sem hafa mætt fyrirtækjum og stofnunum við innleiðingu á þessu breytta regluverki á undanförnum tveimur árum. Sérstök áhersla verður lögð á rafræna vöktun (s.s. notkun myndavélaeftirlits og ökurita), varðveislutíma persónuupplýsinga, aðgangsbeiðnir einstaklinga, öryggisbresti og mat á áhrifum á persónuvernd.

Þá verður farið yfir úrskurði Persónuverndar og annarra persónuverndarstofnana innan Evrópu sem endurspegla yfir hverju einstaklingar eru helst að kvarta. Þá verður farið yfir þær sektarákvarðanir sem fallið hafa á grundvelli þessa nýja regluverks frá gildistöku.

Rík áhersla er lögð á það að hafa námskeiðið hagnýtt þannig að það nýtist persónuverndarfulltrúum og öðrum þeim sem hafa aðkomu að persónuverndarmálum.

Vonast er eftir líflegum umræðum og spurningum til kennara.

Ávinningur

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur geti tekið með sér hagnýtar upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga og nýtt hjá þeim fyrirtækjum og/eða stofnunum sem viðkomandi þátttakendur starfa hjá. Þátttakendur eiga þannig að eiga auðveldara með að forgangsraða verkefnum er tengjast vinnslu persónuupplýsinga og öðlast betri þekkingu á því hvernig skuli afgreiða slík mál, s.s. aðgangsbeiðnir og tilkynningar um öryggisbresti.

Fyrir hverja er námskeiðið:

 • Stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem hafa með höndum vinnslu persónuupplýsinga
 • Mannauðsstjóra
 • Öryggisstjóra
 • Innanhúslögfræðinga
 • Persónuverndarfulltrúa
 • Verkefnastjóra og aðra sem hafa með vinnslu á persónuupplýsingum að gera 

 

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 frá kl. 9.00 - 12.00.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Áslaug Björgvinsdóttir

HDL., LL.M., CIPP/E