Öruggt vinnuumhverfi með Lean - fjarkennsla
Á vinnustöðum þar sem áhersla er lögð á öryggi og heilsu starfsfólks eykst skuldbinding starfsmanna og starfsmannavelta minnkar.
-
Næsta námskeið
25. og 29. janúar 2021
Kl. 9:00 til 12:00. Námskeiðið er kennt í fjarkennslu -
Staða
Skráning hafin
-
Lengd
6 klst. (2x3)
-
Verð
59.000 kr.

Verkefnastjóri
Um námskeiðið
Á vinnustöðum þar sem áhersla er lögð á öryggi og heilsu starfsfólks eykst skuldbinding starfsmanna og starfsmannavelta minnkar. Góð öryggisvitund stuðlar að betri heilsu og meiri ánægju starfsfólks og fjarvistir vegna veikinda og slysa minnka. Að breyta hugarfari og menningu hvað varðar öryggismál á vinnustað er krefjandi áskorun en aðferðir straumlínustjórnunar, eða Lean, nýtast vel til að bæta öryggismenninguna.
Á þessu námskeiði fá þátttakendur góða innsýn í hvað einkennir góða öryggismenningu og hvernig hægt er að stuðla að aukinni öryggisvitund starfsmanna. Áhersla er lögð á raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu með það að markmiði að veita þátttakendum hvatningu til að taka skref í áttina að bættri öryggismenningu á sínum vinnustað. Á námskeiðinu er stuðst við efni úr bókinni Lean Safety eftir höfundinn Robert B. Hafey.
Markmið námskeiðs
Menning
Að þátttakendur þekki hvað það er sem einkennir góða öryggismenningu fyrirtækja og hvernig hægt er að auka bæði eigin öryggisvitund og annarra
Tól og tæki
Að þátttakendur hafi öðlast þekkingu á mismunandi Lean aðferðum til að stuðla að bættri öryggismenningu
Mælikvarðar
Farið yfir hvernig nota má mælikvarða sem hluta af fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir slys.
Leiðbeinendur
Kennarar á námskeiðinu eru Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir ráðgjafar hjá Gemba (www.gemba.is). Ásdís og Margrét búa að margra ára reynslu úr veitu- og orkugeiranum þar sem öryggismál hafa verið sett í fyrsta sæti.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja öryggismenningu á sínum vinnustað.
Skipulag
Námskeiðið er kennt eftirfarandi daga:
- Mánudaginn 25. janúar 2021 frá kl. 9:00 til 12:00.
- Föstudaginn 29. janúar 2021 frá kl. 9:00 til 12:00.
Námskeiðið er kennt í fjarkennslu í gegnum Zoom fjarfundarbúnað.
Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.
Hagnýtar upplýsingar
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.