Stjórnun|Stutt námskeið

Ómeðvituð hlutdrægni

Að skilja hlutdrægni til að leysa möguleika úr læðingi

Á þessari Franklin Covey vinnustofu er farið yfir hvernig hægt er að hjálpa stjórnendum og teymismeðlimum að taka á hlutdrægni sem mun hjálpa þeim að blómstra og efla þannig frammistöðu alls staðar á vinnustaðnum.

 • Næsta námskeið

  30. apríl 2020
  kl. 9.00-17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst

 • Verð

  80.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á hverjum degi þarf starfsfólk þitt að eiga við gríðarlegt magn upplýsinga á sama tíma og það tekur bæði litlar og stórar ákvarðanir. Og það gerir þetta ásamt því að vinna með sífellt fjölbreyttari teymum og hagsmunaaðilum. Við þessar aðstæður þar sem þau þurfa að takast á við meiri og meiri upplýsingar, bregðast hratt við og íhuga mismunandi sjónarmið, reiða stjórnendur þínir og teymismeðlimir sig ósjálfrátt á hlutdræga hugsun. Af hverju? Vegna þess að ómeðvituð hlutdrægni er aðferð mannsheilans til að vega á móti óhóflegu álagi. Hins vegar getur hlutdrægni einnig hamlað frammistöðu og leitt til slæmra ákvarðana. Þannig að hvernig spornum við gegn neikvæðum áhrifum ómeðvitaðrar hlutdrægni? Hvernig sköpum við vinnustað þar sem allir eru mikils metnir og geta lagt sitt besta af mörkum?

Að skilja hlutdrægni til að leysa möguleika úr læðingi og gera starfsfólki kleift að blómstra

Hlutdrægni felur í sér að taka einstakling, stað eða hlut fram yfir einhvern annan. En í tilviki ómeðvitaðrar hlutdrægni gerum við okkur ekki grein fyrir þeim skaða sem getur hlotist af hlutdrægri hugsun. Þegar við hins vegar skiljum hlutdrægni getum við tekið á henni til að skapa menningu þar sem allir blómstra. Til að fá þetta fram verðum við að gera eftirfarandi:

 • Koma auga á hlutdrægni þar sem hún birtist í hugsun okkar og á vinnustaðnum.
 • Leggja rækt við sambönd við fólkið í kringum okkur til að efla skilning okkar og bæta ákvarðanatöku.
 • Velja hugrekki þegar við tökum með umhyggju og dirfsku á hlutdrægni sem takmarkar fólk og hamlar frammistöðu.

Það sem þátttakendur læra:

 • Koma auga á áhrif hlutdrægni á hegðun, ákvarðanir og frammistöðu
 • Auka samkennd og forvitni í persónulegum samskiptum til að fá upp á yfirborðið og kanna hlutdrægni
 • Kanna leiðir til að horfast í augu við hlutdrægni af hugrekki og skaða rými þar sem allir njóta virðingar, taka þátt og eru mikils metnir. Skuldbinda sig til að ráðast í aðgerðir sem taka á hlutdrægni sem takmarkar frammistöðu  sína og annarra. 

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Fimmtudaginn 30. apríl 2020 frá kl. 9.00 - 17.00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA